Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 149
MULAÞING
147
Árin 1915-1926 rak verslunin Framtíðin á Seyðisfirði útibú við
Lagarffjótsbrú með talsverðum viðskiptum. Sú verslun var til húsa
örskammt frá brúnni í skúr úr bárujárni á timburgrind. I einu horninu
var afþiljuð kompa fyrir afgreiðslu við lítið búðarborð. Verslað var m. a.
með sekkjavöru (kornmat o. íl.) auk smávarnings og vörurnar fluttar
með vögnum og síðar með bílum frá skipaafgreiðslunni á Reyðarfirði.
Verslunin keypti afurðir af bændum, allmikið af ull og einnig sláturfé.
Því var safnað saman í girðingu í Ekkjufellslandi og safnið síðan rekið
yfir Fjarðarheiði á Seyðisfjörð til lógunar. Talsvert var um að menn
færu í þessa verslun með seint aðkomnar kindur á haustin, þótti
þægilegra að losna við þær þar en að koma þeim á Reyðarfjörð. Þessar
upplýsingar eru frá Helga Gíslasyni, sem oft var sendur inn að brú frá
Skógargerði á æskuárum. Þá var Carl Bender þar verslunarstjóri og
afgreiðslumaður. Hann var áður á Borgarfirði og síðar á Djúpavogi,
ekkill orðinn er þetta var og til húsa á Ekkjufelli, vingjarnlegur maður
og liðlátlegur við ungan strák í kaupstaðarferð, segir Helgi, og talaði
mjög dönskublandað mál: ,,Dú skal binne sekkene, so skal jæ löfte dem
po kláren.“ Hann kunni ekki að binda klyfjar í reipi. Helgi telur að fáir
hafi haft aðalviðskipti við Framtíðina þarna við fljótið, þó einhverjir, en
að margir kæmu þar í viðskiptaerindum, einkum Fellamenn og fólk í
sveitunum norðan íljóts. Sameinuðu verslanirnar ráku þetta útibú
síðasta starfsárið, 1926-1927.
Svokallaðar ,,sveitaverslanir“ voru líka til, einkum smávarningssölur
á bæjum. T. d. var Guðmundur Snorrason á Stuðlafossi (Fossgerði)
með sveitaverslun í búskapartíð sinni (Sveitir og jarðir I, 298), einnig
Runólfur Bjarnason á Hafrafelli, sem um nokkurra ára skeið greiddi
útsvar af verslun (Hreppsbækur Fellahrepps).
I upphafi þessa máls var sagt frá hugmyndum manna og viðleitni í þá
átt að gera Lagarfljót að samgönguleið utan frá sjó og inn í Fljótsdal.
Fyrstu tvær tilraunirnar náðu ekki framkvæmdastigi, og algerlega rann
út í sandinn að nota ysta hluta íljótsins, utan við foss, fyrir báta — rann
út í sandinn í bókstaflegri merkingu orðtaksins — sandinn við ósinn.
Þriðja tilraunin heppnaðist hins vegar hvað varðaði kaflann milli
Egilsstaða og Brekku í Fljótsdal, og raunar voru bátsflutningar á þeirri
leið ekki með öllu nýtt fyrirbæri í siglingu um efsta hluta fljótsins, sem
nú kallast Lögur en í Austfirðingasögum bæði fljót og vatn. Halldór
Stefánsson segir í ævisögu sinni, Ævislóð og mannaminni (Rv. 1971 bls.
53-54) eftir að hafa lýst fljótinu: