Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 150
148
MÚLAÞING
„A sumrum og fram á vetur, lengra eða skemmra var fljótið mikill
tálmi samgöngum. Bátar voru þó á einstöku bæjum til yflrferðar, ef
nauðsyn bar til. Einu not þess til samgangna á sumrum var sú, að á
einum bænum, Brekkugerði, var flutningsbátur stór eða prammi, sem
notaður var til flutninga á vörum í kauptíðum milli Egilsstaða, til og frá.
Þessi bátur var nefndur Hrútsi, ég held vegna þess hvað hann var
þungur undir árum. Munu ferðir hans vera þær fyrstu og einu tilraunir
til að nota báta til langflutninga um fljótið þangað til vélgengur bátur
var fenginn til þess nokkrum árum eftir aldamótin.“
Síðan lýsir höfundur fljótinu nánar og segir frá vetrarumferð um það
ísilagt, en hér verður vikið að siglingasögunni.
Til er bók ein skrifuð og nefnist „Gjörðabók Mótorbátsfélagsins
,,Lagarfljótsormurinn“, byrjuð árið 1905“, stendur undir titli.
Fyrsta fundargerðin er frá undirbúningsfundi er haldinn var 4. jan.
árið 1905 að Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Þar eru þá samankomnir: Jón
Bergsson bóndi á Egilsstöðum, Gunnar Pálsson hreppstjóri á Ketils-
stöðum á Völlum, Björgvin Vigfússon umboðsmaður á Hallormsstað,
Jónas Kristjánsson læknir á Brekku, Guttormur Vigfússon alþingis-
maður í Geitagerði, Sölvi Vigfússon hreppstjóri Arnheiðarstöðum,
Tryggvi Olafsson real. stud. á Egilsstöðum og Þórarinn Sölvason bóndi
á Ormarsstöðum.
Tilgangur með fundinum er að undirbúa stofnun félags sem ætlað er
það verkefni að annast bátsferðir til flutninga á Lagarfljóti, fyrst og
fremst milli Egilsstaða og Brekku með viðkomu eftir þörfum víðar á
þeirri leið báðum megin fljótsins, en einnig hafðar í huga ferðir utar á
fljótinu. Þetta er sama árið og brúin kemur á fljótið, vígð í september,
og Fagradalsbrautin er að þokast upp fyrir Skriðurnar ofan við Græna-
fell að því er Hrólfur Kristbjörnsson segir í áður umgetinni grein í
Múlaþingi 2.
Það kemur fram í fundargerðinni að hlutafjársöfnun hefur þegar farið
fram, en það hlutafé er safnast hefur nægir ekki, svo að frekari söfnun
er ákveðin og skipulögð, m. a. í Tungu, Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþing-
há auk þeirra þriggja sveita sem fundarmenn eru úr og Jökuldals. Hlíð
,,Hlutabrjef Mótorbátsfjelagsins Lagarfljótsormnrinn. “ Bréfið er prentað í Gutenberg
prentsmiðjunni 1905 á folioörk 22x36 sm. Það erþrílitt: númer, verð ogorðin Hlutabrjef,
Lagarfljóts-ormurinn og tíu krónur rautt; ramminn mosagrœnn og sömuleiðis orðið
Mótorbátsfjelagsins; grunnur Ijósgulur. Myndin á bréfinu með fljótsorminum, skipinu,
fljóti og fjölLum svart-hvít; textinn svartur.