Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 152
150
MULAÞING
og Skriðdalur eiga að sleppa og Jökuldalurinn utan til. Hlutafjárloforðin
eiga að vera fyrir hendi á næsta fundi, sem ákveðið er að halda á sama
stað eftir átta daga. Bersýnilega hafa umræður orðið miklar um þetta
tilvonandi fyrirtæki, því að undirbúningsfundurinn stóð tvo daga.
Aætlunin stenst að vísu ekki alveg, en 22. janúar koma sömu menn
saman, og í hópinn hafa bæst: séra Þórarinn Þórarinsson á Valþjófs-
stað, Sigurður Jónsson bóndi í Hrafnsgerði, Bergsteinn Brynjólfsson
bóndi á Ási og Sigurður Einarsson bóndi í Mjóanesi.
1 fundarbyrjun eru upplesnar greinargerðir um hlutafjárloforð og
árangur þessi:
Úr Fljótsdal 2.130 krónur
— Fellum 880 —
— Vallahreppi 1.490 —
og af Efra-Jökuldal 180 —
Alls 4.680 krónur
Þetta eru 468 hlutir á 10 krónur hver.
Þá er lögð fram áætlun um flutninga á kaupstaðarvöru fyrir búendur í
Suður- og Norðurdal (í Fljótsdal) sumar 1905 og listi yfir stærð á
mótorbátum frá Stefáni kaupmanni Steinholt á Seyðisfirði.
Það kemur í ljós að kr. 320 vantar upp á áætlað stofnfé, en samt
samþykkt að stofna félagið með þeim mönnum sem þessa fundi báða
sóttu.
Gerðar eru áætlanir um meiri söfnun og teknar ákvarðanir um
lagaatriði fyrir félagið, m. a. að deildir skuli stofna í hreppum og að
aðalfund skuli skipa 10 hluthafar, 3 úr Vallahreppi, 3 úr Fljótsdals-
hreppi, 3 úr Fellahreppi og 1 af Jökuldal. Einnig er samþykkt að hver
hlutur gildi eitt atkvæði á deildarfundum og 10 hlutir eitt atkvæði á
aðalfundum. I laganefnd kjörnir: Björgvin Vigfússon, Jón Bergsson og
Guttormur í Geitagerði. Björgvini og Jónasi lækni falið að sjá um
prentun hlutabréfa. Þórarinn Sölvason og Tryggvi Olafsson (sem nú er
á Arnheiðarstöðum) kosnir til að fara á Seyðisfjörð og semja um
bátakaupin. I stjórn eru kosnir til næsta árs: Jón Bergsson, Sölvi,
Jónas, Sigurður og Tryggvi.
Næstu verkefni skulu verka auk bátakaupanna að velja stað fyrir
naust í Brekkusandi og bygging vörugeymsluhúss á Egilsstöðum ásamt