Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 159
MÚLAÞING
157
stýrinu. Mátti |jað ekki seinna vera, því að maðurinn valt niður í bátinn
og svaf þar svefni hinna réttlátu allt á leiðarenda.
Halldór stýrði nú og var haldið sem næst beint í ölduna, en þó reynt
að nálgast vesturbakkann, eftir því sem unnt var. Veðrið smáharðnaði,
og ganghraði bátsins minnkaði. Þegar komið var á móts við Hrafns-
gerði, hætti báturinn að haía á móti. Tók hann að reka undan veðrinu,
og var þá ekki um annað að gera en halda honum upp í ölduna og láta
liann berast þannig undan. Kallaði Halldór á dóttur sína, sem sat
frammi í bátnum, og bað hana að koma til sín. Munu flestir, sem
innanborðs voru, hafa gert sér grein fyrir því, að engu mátti muna, ef
björgun átti að takast. Enginn mælti æðruorð, en gleðskapur allur féll
niður af sjálfu sér. Sátu menn hljóðir og biðu þess, sem verða vildi.
Myrkur var dottið á, og var því örðugt að finna stað, þar sem lendandi
væri. Halldór var þarna kunnugur frá gamalli tíð, og vissi hann af lítiUi
sandvík niður af Skeggjastöðum, og kom þeim Tryggva saman um, að
eina vonin væri að lenda þar, þótt örðugt væri að finna staðinn í
náttmyrkri. Var nú látið reka og smáþokast nær landi.
Þegar bátinn hafði rekið þrjá eða fjóra kílómetra, var þessi litla vík
afturundan. Var báturinn látinn nálgast land eins og við varð komið, og
loks bar alda hann aftur á bak svo langt upp í sléttan sandinn, að fólkið
gat stokkið á land. Þannig lauk þessari háskaferð, sem staðið hafði á
fjórða klukkutíma, þótt ekki væri nema tæpra tveggja tíma ferð alla leið
í Brekku í góðri veðri. Var það talið nálgast kraftaverk, að ekkert slys
varð á mönnum og báturinn laskaðist lítið sem ekkert. En miklir
heyskaðar urðu í þessu veðri, sérstaklega í Fljótsdal, enda hið versta
veður, sem menn töldu sig muna. Heyrði ég oft talað um það í
ofsaveðrum, að þetta nálgaðist brúarvígsluveðrið. En aldrei kom þó
eins vont veður né verra.
Eg skal svo að endingu geta þess, að ég hef ekki farið ömurlegri ferð
en þessa nótt, er við bræður riðum upp með Lagarfljóti í myrkri og
ofviðri, sannfærðir um að báturinn hefði farizt með foreldrum okkar og
fjórum systkinum og fjölda frændfólks, vina og nágranna.
Fyrsta útgerðarárið var nú liðið og reksturinn kominn í fast form og að
mestu í samræmi við fyrirætlanir, þessar ferðir orðnar mikilsverð
samgöngubót fyrir viðkomandi sveitir. Lagarfljótsbrúin komin á fljótið,
og senn kemur að því að Fagridalur verði ökufær og Héraðið fái þar með
lausn á langsamlega mesta samgönguvandanum, akveg til hafnar og