Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 162
160
MULAÞING
þangað. Þar leggja þeir klyfjarnar á þá, fara svo yfir Fjarðarheiði,
sem er 4—5 tíma lestaferð. Eins fara þeir, er þeir koma heim aftur úr
kaupstaðnum, senda kaupstaðarvarninginn með bátnum frá Egilsstöð-
um, en reka hestana lausa heim.
Auk þess, sem þetta fer miklu betur með hestana, er það einnig
mikill tímasparnaður, þar sem hægt er að fara mun hraðara þann hluta
leiðarinnar, sem hestarnir eru reknir lausir.
A sumrum fer fólk oft ríðandi í stórhópum úr fjörðunum um helgar,
til þess að skemmta sér í Egilsstaða- og Hallormsstaðaskógum í
Héraðinu. Hallormsstaðaskógurinn er mun fegurri en hinn, og því vilja
menn heldur fara þangað. Áður en báturinn kom, var það þó lítt
tilvinnandi, þar sem þangað er óra vegur; en nú fara menn ríðandi að
Egilsstöðum, skilja hestana þar eftir og fara svo á bátnum til Hallorms-
staðar, sem er 2 tíma ferð á honum frá Egilsstöðum. Myndin sem hér er
sýnd, er af einum slíkum ferðamannahóp, sem er að fara upp úr
bátnum í lendingunni við Hallormsstað.“ (Þetta segir Theódór.)
Mynd fylgir greininni og er hún birt hér endurgerð ásamt upprunaleg-
um texta. A myndinni sést að báturinn flýtur ekki alveg að fjörunni og
hvernig léttbáturinn er notaður til að brúa bilið.
Aukaferðirnar hafa vafalaust borgað sig vel, ekki síst þær sem farnar
voru með skemmtiferðafólk í Hallormsstað, en báturinn var líka
notaður til annarra mannflutninga, svo sem sjúkraílutninga að læknis-
setrinu á Brekku. Eftirfarandi samtalsbrot er úr lengra samtali á
segulbandi við Sigurbjörn Snjólfsson.
,,Þú manst eftir fljótsbátnum, Sigurbjörn?“
„Já já.“
,,Og ferðaðist með honum?“
,,Já já. Eg man t. d. vel eftir einni ferð, það mun hafa verið 1907. Þá
hrapaði eg fyrir björg og brotnaði — og var fluttur á Brekkuspítala. Þá
kom báturinn við í hvamminum, Beinahvamminum, sem kallaður er.
Þar voru beitarhús frá Ketilsstöðum rétt fyrir neðan þar sem nýbýlin
eru núna [Unalækur og Stangarás] en þangað kom hann annars ekki
nema stæði sérstaklega á. Eg man aldrei eftir að hann skilaði flutningi
þar. I þetta sinn var eg fluttur með honum uppeftir."
„Hverjir voru með bátinn?“
„Eg held að fyrsti formaður hafi verið Tryggvi Ólafsson, sem seinna
var bóndi á Víðivöllum, og eg man eftir Sigfúsi söðla bróður Jóns föður
Fanneyjar á Egilsstöðum.
En þegar eg fer með bátnum þarna, brotinn og bramlaður, þá eru á