Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 164
162
MÚLAÞING
A aðalfundi 1917 er kvartað yfir því að báturinn gegni illa kalli um
viðkomu á milli Brekku og Egilsstaða. ,,Ályktaði fundurinn. þó hann
hins vegar teldi umkvörtun þessa á litlum rökum byggða, að þegar
brýna nauðsyn bæri til að finna bátsmenn á ferðum þeirra um Fljótið,
skuli flaggað með tveimur flöggum hvítum.“ Þetta ár þarf enn að gera
við vélina og samþykkt að fá „æfðan vélarsmið til að athuga vélina og
gera við hana, áður en báturinn fer að ganga.“
Fleira af ósamstæðum atriðum mætti tína til úr siglingasögunni á
þessu tímabili (1906-1918) en verður látið eiga sig.
Reksturinn virðist hafa gengið áfallalítið þessi ár og raunar allan
tímann sem félagið starfaði, þótt ekki skilaði arði nema eitt ár að því er
séð verður í fundargerðum, en jafnan þó barist í bökkum á fjármálaleg-
an nákvæmnismælikvarða þessara tíma. Jafnan var sótt um ríkis- og
sýslustyrk og við og við verslað með hlutabréf, einnig voru flutnings-
gjöld hækkuð í samræmi við dýrtíð á stríðsárunum 1914—1918 og fleiri
gjöld en áður gat, tekin upp, t. d. fyrir flutning á kindum, 50 aurar á
kind, og hækkað gjald vegna rúmmáls á ull og reiðfærum.
Tryggvi á Víðivöllum hætti á bátnum haustið 1906 og í hans stað
ráðinn Sveinn Jónsson síðar bóndi í Brekkugerði. Fleiri bátstjóra er
ekki getið í fundargerðunum.
Ferðaáætlanir til annarra staða en Egilsstaða og Brekku, sem upp-
teknar voru 1907 voru lagðar niður árið eftir, aukaviðkomur látnar
duga. Á aðalfundinum 1910 er raunar samþykkt að afleggja fastar
áætlunarferðir nema sýslustyrkir fáist, en sést ekki í fundargerðabók
hvort svo fór.
Jón Bergsson var formaður félagsins frá upphafi og til ársloka 1915,
sagði af sér á aðalfundi 7. mars 1916 og Sigurður í Hrafnsgerði líka, en í
þeirra stað voru þá kosnir: Olafur læknir Fárusson á Brekku formaður
og Halldór Stefánsson bóndi í Hamborg (síðar alþm.), en 1917 var
Vigfús G. Þormar í Geitagerði kosinn formaður, og aðrir í stjórn voru þá
Páll Sigfússon á Melum og Eiríkur Vigfússon í Brekkugerði. I stjórn
voru auk þeirra sem áður hafa verið nefndir Sölvi á Arnheiðarstöðum og
Brynjólfur á Ási.
Fulltrúar deildanna á aðalfundum auk fyrrnefndra manna voru
Hallgrímur Þórarinsson í Beinárgerði (síðar á Ketilsstöðum), Stefán
Kristjánsson á Hallormsstað (skógarvörður þar 1907-1909), Einar
Eiríksson á Eiríksstöðum, Guttormur Pálsson á Hallormsstað (fyrst
1911). Aðrir munu þegar hafa verið nefndir.
Aðalfundir voru oft harla fámennir, mættir einn eða enginn frá