Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 166
164
MÚLAÞING
Um strandið og skemmdirnar stendur ekkert skrifað í fundargerðum
og nú horfnir af sjónarsviðinu þeir menn er þar voru viðstaddir eða
höfðu greinilegar spurnir af. Guttormur V. Þormar í Geitagerði veit þó
dálítið um þetta frá föður sínum og föðurbróður, þeim Vigfúsi og
Stefáni frá Geitagerði.
Strandið hefur átt sér stað vorið eða sumarið 1918, líklega ekki löngu
áður en stjórnarfundurinn var haldinn 28. júlí. Báturinn var á leið frá
Egilsstöðum að Brekku og hreppti sunnanhvassviðri. Þegar hann hafði
höggvið í krappa vindölduna um hríð og var kominn inn fyrir Geitagerði
— þá bilaði vélin. Rak þá undan og hugðust bátverjar ná upp í vík við
bæjarlækjarósinn í Geitagerði. Það tókst ekki og hraktist báturinn á
land 200—300 metrum utar. Þar lenti hann á stórgrýtisrana út frá
smáhorni sem gengur út í íljótið, barðist við grjótið og laskaðist illa.
Farmurinn mun hafa náðst á land, m. a. töluvert af timbri, og slys urðu
ekki á mönnum. Formaður var um þetta leyti Sigfús Einarsson söðla-
smiður.
Var nú bátlaust um skeið.
Aðalfundur mótorbátsfélagsins 1919 var haldinn í Geitagerði 20.
febrúar. Fulltrúar úr Fljótsdal voru Guttormur og séra Þórarinn, úr
Vallahreppi Guttormur á Hallormsstað og Hallgrímur á Ketilsstöðum og
úr Fellum Brynjólfur á Ási. Þeir samþykktu að leysa félagið upp og
reyna að selja „eignir og skuldir Mótorfélagsins Lagarfljótsormurinn
væntanlegu félagi,“ sem stjórninni var falið að stofna með sama hætti
og fyrra félagið. I stjórnina var kosinn Sölvi á Arnheiðarstöðum, en fyrir
voru Páll á Melum og Vigfús í Geitagerði (form.).
Þessi stjórn tók nú til starfa og heldur fund á Arnheiðarstöðum 11.
apríl 1919 ,,í því skyni að reyna að komast að samningum um afsal
félagsins í hendur nýs mótorbátsfélags til eignar og umráða.“ Séra
Þórarinn, Tryggvi á Víðivöllum og Halldór Stefánsson í Hamborg mæta
sem fulltrúar nýs félags úr Fljótsdal og sömuleiðis Guttormur á
Hallormsstað fyrir væntanlega Skógadeild. Einnig komu Hallgrímur á
Ketilsstöðum og Brynjólfur á Ási, en hvorugur með umboð til að stofna
nýtt félag. Þeir „höfðu ekki komið á fundi hjá sér,“ stendur í
fundabókinni. Var því fundinum slitið án þess að mál réðust til lykta og
þess krafist að Fella- og Valladeild „láti álit sitt í ljósi um afhendingu
eignanna í hendur væntanlegs v. b. félags.“ Nú skal það kallast
vélbátsfélag.
Síðasti fundur sem skráður er í fundabókinni, var haldinn á Melum.
Þar mæta Halldór Stefánsson og séra Þórarinn með fullt umboð til að