Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 168
166
MÚLAÞING
Það kom því í minn hlut, 22 ára þetta sumar, að vera eins konar
ráðsmaður í fjarveru þeirra og um leið framkvæmdastjóri við byggingu
íbúðarhúss er þá var í smíðum á Valþjófsstað. Þetta var timburbygging,
byggð inn í gamla bæjarþorpið og því eins konar viðbót við þau hús er
fyrir voru. Fyrir dyrum stóð, að á næsta ári flyttu þau í Valþjófsstað
Þuríður systir mín og maður hennar, Einar Sveinn Magnússon, sem
byrjað höfðu búskap á Þorgerðarstöðum sex árum fyrr, en gömlu bæjar-
húsin á Valþjófsstað rúmuðu ekki tvær fjölskyldur.
,,Framkvæmdastjórn“ mín var aðallega í því fólgin að sjá um að
nægjanlegt timbur væri jafnan til staðar, stoða- og sperruefni, þak- og
þilborð. Timbrið varð að flytja frá Reyðarfirði, fyrst á bíl, síðan á
bátnum og að endingu á hestum síðasta spölinn heim.
Frá bílflutningunum eru mér nú minnisstæðastar eftirhreytur einnar
slíkrar timburferðar, þegar Ari Arnalds sýslumaður Norðmýlinga kom
upp í Valþjófsstað með fríðu föruneyti til að yfirheyra okkur Jón G.
Snædal bónda á Eiríksstöðum, sem kom austur í Fljótsdal af þessu
tilefni. Tilefni yfirheyrslunnar voru málaferli á milli þeirra Sveins
Jónssonar bónda á Egilsstöðum og Guðna Jóhannssonar bílstjóra, sem
ók timburbíl þeim sem við Jón höfðum komið með frá Reyðarfirði, en sú
ferð ásamt fleiru varð tilefni fyrrnefndra málaferla, sem ekki verða
rakin hér frekar.
Af bátsferðunum eru mér tvær minnisstæðastar, önnur með timbur
frá Egilsstöðum áleiðis upp í Brekku, en hin frá Brekku út í Egilsstaði
til að sækja timbur.
Bátur sá sem notaður var til flutninga á Lagarfljóti þetta sumar og
raunar fleiri, hafði verið keyptur frá Akureyri árið 1920. Var talið af
þeim sem vit þóttust hafa á hentugum bátum til flutninga á Lagarfljóti,
að í þessum kaupum hefði ,,sveitamaðurinn verið plataður.“
Ekki var bátur þessi dreginn fyrir Lagarfossinn eins og Lagarfljóts-
ormurinn á sínum tíma, heldur fluttur á bíl yfir Fagradal. Það gerði
Meyvant Sigurðsson bílstjóri hjá kaupfélaginu sumarið 1920.
Flutningur á bíl segir nokkuð um stærð og þyngd bátsins. Meyvant
giskar á að hann hafi verið 4~5 tonn að þyngd.
Þetta var vatnabátur ætlaður til flutnings á fólki, pósti og smávöru
innan fjarða og reyndist afar óhentugur til þeirra flutninga sem honum
voru ætlaðir á Lagarfljóti.
Báturinn var með dekki miðskips og káetu í stafni, er rúmaði að mig
minnir 6-8 manns á bekkjum er mættust í stefni bátsins. Aftast á
honum var vélarhúsið og bar jafnhátt káetunni. Yfirbygging bátsins