Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 169
MULAÞING
167
svaraði sér því vel og hann allur hinn snotrasti á að líta, þegar hann
vaggaði sér mjúklega á lognkyrrum fleti Lagarins.
En þótt hann væri „fallegur á kodda,“ eins og konur lýsa stundum
karlmönnum, var bátur þessi ekki að sama skapi ,,mannborlegur“
þegar út í sjálfa lífsbaráttuna kom, siglinguna á Lagarfljóti. Þótt hann
virtist rennilegur vegna þess hversu mjótt var á milli borðstokka, var
hann valtur eins og kefli þegar komið var að því að kljúfa öldur Lagarins
sem geta orðið býsna háar og krappar, t. d. í hvassri suðvestanátt. Gat
þá „gefið á bátinn“ auk veltingsins.
Svo sem sjá má af þessari lýsingu á bát þessum, þá var hann einkar
illa til þess fallinn að flytja í honum timbur til dæmis, og var því oft
hengdur aftan í hann annar bátur, sem rúinaði betur þá vöru er flutt
var.
Sem fyrr sagði var þetta vélbátur — mótorbátur — eins og títt var að
kalla þá báta. Ekki veit eg hverrar tegundar vélin var, en hún var rneð
glóðarhaus sem þurfti að rauðhita með prímuslampa áður en sett var í
gang. Þú að í gang kæmist fór því fjarri að vélin væri gangörugg, þar
sem hún var alltaf að stoppa annað slagið. Sögðu þá ,,mótoristarnir“ að
það væri „skítur í spíssnum“ og komu vélinni oftast í gang aftur.
Vegna skorts á vönum mönnum að fara með slíka báta uppi á Héraði
varð oft að grípa til viðvaninga, og það jók hvorki á gangöryggið né dró
úr ágjöfinni þegar svo bar undir.
Fyrri ferðin af þeim tveim sem hér verða rifjaðar upp, var frá
Egilsstöðum og heitið í Brekku, en þar var endastöð bátsins í Fljótsdal.
Sem áður sagði var báturinn óhentugur til timburflutninga, og því var í
þetta sinn hafður eftirbátur, hlaðinn timbrinu sem eg var að sækja.
Bátstjórinn þetta sumar var Sigurjón Guðjónsson bóndi í Kollsstaða-
gerði. Sigurjón, sem jafnan var kallaður Sigri, ólst upp í Fljótsdal og
dvaldi þar löngum, hann var um árabil annálaður fjallkóngur á Vestur-
öræfum og þekkti þar hvert leiti og hverja laut, og vissi manna best hvar
fjallagálurnar héldu sig þegar að þeim var leitað í haustgöngum. Ekki
var talið að Sigri væri jafngóður ,,mótoristi“ og hann var fjallkóngur, og
duttlungafullar bilanir leyndust fremur fyrir honum en fjallafálurnar
sem áður voru nefndar. Hins vegar brást aldrei samviskusemi hans eða
greiðvikni, hvort sem hann var gangnaforingi eða bátstjóri.
Farþegar í þeirri ferð sem hér um ræðir voru fjórir — við Sigvaldi bóndi á
Hákonarstöðum — kona ein sem eg man ekki lengur hver var, þó eg
þekkti hana þá — og svo bráðókunnugur maður sem eg hafði aldrei séð