Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 172
170
MULAÞING
Siglt var af stað, og þar sem báturinn var í fastri áætlunarferð með
allmörgum áætlunarstöðum beggja megin íljótsins, var hann alUengi á
leiðinni og því gott að geta látið fara vel um sig. Stafalogn var á fljótinu
og vélin í besta lagi, svo þetta átti að geta orðið hin ánægjulegasta ferð.
Koma varð við á Strönd til að henda þar einhverjum pinklum í land.
Til þess að komast hjá að stansa þar ákvað bátstjóri, Sigurjón Guðjóns-
son, að sigla meðfram landi, svo nálægt sem komist varð og fleygja
pinklunum upp í fjöruna. Þetta fór náttúrlega eins og áætlað var — eða
svona hérumbil.
Siglt var beint upp að fjörunni og síðan snarbeygt meðfram henni. En
þó Sigurjón legði nákvæmlega rétt á stýrið til að sveigja hjá, þá giltu þau
stjórntök ekki fyrir eftirbátinn sem eg sat eða öllu heldur lá í. Hann fór
á fullri ferð beint upp í fjöruna og rakst í með svo snöggum hnykk að eg
skaust fram eftir ullarböllunum á bakinu. Við þessi íhaldsstefnu
taglhnýtingsins kippti dráttartaugin í vélbátinn og dengdi skutnum á
honum upp í fjöruna sem þarna var með malarunnvörpum.
Báðum bátunum var ýtt á flot með tilstyrk heimamanna frá Strönd,
og allt virtist í himnalagi — að öðru leyti en því, að hvernig sem
skipstjórinn jók snúnigshraða skrúfunnar, þá hreyfðist báturinn ekki.
Venjulega var það vélarbilun, eða þegar best lét skítur í spíssnum
sem olli hreyfingarleysi bátsins, en svona uppátæki í vélinni hafði
Sigurjón bátstjóri aldrei upplifað áður, og ekkert um þetta fyrirbrigði
stóð á blaðinu sem hékk inni í mótorhúsinu yfir það helsta sem gæti
komið fyrir vél af þessari gerð. Þetta háttalag var hreint óskiljanlegt.
Eftir mikið fuður og stóryrði tók einhver eftir því, að vatnið hreyfðist
ekkert aftan við skutinn, enda þótt vélin væri látin ganga á fullu, og
þegar að var gáð sást að öxullinn snarsnerist innan í skrúfublöðunum án
þess að þau bifuðust. Enn voru sóttir menn upp að Strönd, og með
þeirra hjálp var skipinu ráðið til hlunns og skuturinn látinn ganga á
undan sem var heppilegra í þessu tilfelli. Skrúfublöðin voru nú fest og
skipinu síðan hrundið fram — og siglt út í Egilsstaði eins og ekkert
hefði í skorist.
Læt eg hér lokið þessum minningum rnínum um siglingar á Lagar-
fljóti sumarið f926.
Eins og áður segir er ekki fyllilega ljóst hversu háttað var samvinnu
bátsfélaganna og Kaupfélags Héraðsbúa eftir 1919. Engar heimildir
virðast til um starfsemi eða starfssvið síðara bátsfélagsins, eða félag-
anna því að þau sýnast jafnvel hafa verið tvö. I sögu kaupfélagsins eftir