Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 174
172
MÚLAÞING
tanganum við Fljótið þannig til bráðabirgða að hægt sé að komast af
með það til bátsflutninga næsta sumar, án þess þó að lagt sé í kostnað
við húsið, sem nokkru verulegu nemur.“
Hér sést að kaupfélagið tekur sjálfstæða ákvörðun í sambandi við
húsið. Það hefði varla verið gert ef það hefði verið í eigu mótorbátsfé-
lagsins.
Arið 1928 sendir Sveinn Jónsson á Egilsstöðum skilaboð á stjórnar-
fund í kaupfélaginu, þess efnis að hann segi upp samningum um
tangann og aðstöðu félagsins. Stjórnin sinnti þessum skilaboðum ekki í
bili, en á aðalfundi 1. maí sama ár skýrir Sveinn fundinum frá ákvörðun
sinni, ,,að hann hefði sagt upp notkunarréttinum á Fljótstanganum við
endann á Fagradalsbrautinni sl. sumar, kaupfélaginu til að leggja þar
upp vörur og Kristni Olsen til að ferma þar og afferma báta.“ Viðbrögð
fundarins urðu þau að fela kaupfélagsstjórninni að semja um aðstöðuna
hið bráðasta.
Hér kemur nýtt nafn í þessa siglingasögu, Kristinn Ölsen. Hann var
norskur að uppruna í föðurætt. Jens Olsen faðir hans barst til Reyðar-
fjarðar í ,,norsku innrásinni“, sem svo hefur verið nefnd, sókn Norð-
manna til Austfjarða og Norðausturlands á síld- og hvalveiðar á 19. öld
síðla. Jens kvæntist Önnu Stefánsdóttur frá Teigagerði. Þau settust að
á húsmennskubýlinu Hagahúsi (eða Hagahúsum) mihi Bakkagerðis og
Teigagerðis 1889 (sóknarmannatal). Síðar nefnist býlið Teigagerðis-
klöpp, Klöpp í daglegu tali. Jens var dugnaðarmaður, þau áttu mörg
börn hjónin, og hann sá heimilinu farborða með ýmsum störfum.
Kristinn hafði rekstur Lagarfljótsbáts á sinni könnu frá 1928 og þegar
hér er komið sögu er hann talinn fyrir rekstrinum, virðist hafa átt
bátinn og rekið fyrir eigin reikning. Ingvar bróðir Kristins mun hafa
verið síðasti skipstjórinn á Lagarfljóti. Hann var síðar bóndi á Staðar-
hrauni í Reyðarfirði og nýlátinn nú þegar þetta er skrifað 1980.
Af þeim heimildum sem nú hafa verið tilgreindar, virðist ljóst að
kaupfélagið hafi eignast lendingarmannvirki á Egilsstöðum, hús og
bryggju, og líklega einnig á Brekku, en Kristinn Ólsen haft flutningana
á sínum snærum. Trúlega hefur skuldin sem áður var getið verið frá
tímum mótorbátsfélagsins, að kaupfélagið hafi tekið við eignum þess og
skuldum (það gekk jafnan illa að innheimta flutningsgjöld á starfstíma
mótorbátsfélagsins fyrir 1919) með þessum haha sem félagið skyldi
standa skil á. Til þess bendir m. a. eftirgjöfin 1923, þar sem skuldin er
lækkuð um nær 1400 krónur og vextir ekki reiknaðir. (Sjá samþ.
stjórnarfundar 1. des. 1923).