Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 176
174
MÚLAÞING
og sumarið 1935 var vegur ruddur og lagður inn að Brekku í Fljótsdal,
og hann lá síðasta spölinn meðfram íljótinu jrar sem enn gat að líta
hafnarmannvirki Lagarfljótsormsins, bryggjustúf og húskofa fyrir vör-
ur.
Þar með var báturinn leystur af hólmi með öllu því bardúsi sem
vatnaflutningunum fylgdu, út- og uppskipun, rogi með sekki og kassa,
viðhaldi á bryggjum og bólum o. s. frv. Um leið munu hafa horfið
rómantískar skógarferðir fjarðahöfðingja með harða hatta og flibba í
Hallormsstað. Þeir fóru nú í skóginn með drossíum eða boddíbílum, og
vörubílar tóku varninginn á Reyðarfirði og fluttu í einni lotu upp í
Brekku og Hallormsstað. Von bráðar teygði vegurinn sig inn Fljótsdal-
inn, þá sveitina sem lengst var upp á bátinn komin og hafði mest
hagræði af þessum flutningamáta. Það var auðvitað auðséð þegar árið
1934 að hverju stefndi, en svo var þörfin þó enn rík fyrir þessa
bátsflutninga að á aðalfundi kaupfélagsins 26. maí var gerð svofelld
bókun með samþykktri tillögu:
Framkvæmdastjóri „upplýsti að Kristinn Olsen getur ekki tekið
bátsferðir á Lagarfljóti eins og undanfarin ár. Þetta kemur Fljótsdæl-
ingum mjög illa. En líkur eru til að þeir komist á næsta ári í samband
við aðalveginn hér eystra. Því samþykkt svohljóðandi tibaga:
„Fáist enginn maður til að reka bátsferðir á Lagarfljóti í sumar,
leggur fundurinn til, að félagið stuðli að rekstri þessara ferða með því
að leigja bát eða kaupa ef hagkvæmir samningar nást um kaup eða
leigu.“
Þó að ekki sé lengra síðan þessum flutningum lauk muna menn nú
ekki hvort síðustu bátsflutningarnir voru 1933 eða 1934. Einhvers
staðar í plöggum kaupfélagsins ætti vitneskja þó að fást ef einhver
nennti að leita. Ef til vill er lokaárið 1935, því að líklega hefur vegurinn
ekki náð í Brekku fyrr en um haustið.
Eins og áður sagði var Ingvar Ólsen síðasti flutningamaður á Lagar-
fljóti. Nú vill svo til að Sigfús Kristinsson bílstjóri og bílaútgerðarmaður
á Revðarfirði á segulbandsspólu með viðtali við Ingvar og meðal annars
efnis er þar kafli um siglingar hans á fljótinu. Mér sýnist tilvalið að
ljúka þessu máli með því að segja frá þessum viðræðum og birta
dálítinn kafla af spólunni:
Ingvar nefnir ekki Kristin bróður sinn í viðtalinu, en glöggt kemur fram
að bátverjar eru tveir. Hann segist hafa byrjað á þessum flutningum