Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 182
180
MÚLAÞING
norður undir Miðheiðarvörðu fór að halla undan fæti niður í svonefndan
Jökuldal, sem er æðihvilft í landinu. Veðrið var þar ekki alveg eins
niðdimmt og áður. Norðanvert við Jökuldalinn hækkar landið til muna.
Ber þar hæst hæðarrima sem liggur frá Heiðarskarði, sem er norðan í
brún heiðarinnar og liggur austur á milli Skinnugils að norðan og
Jökuldalsins að sunnan. Hæðarhryggur þessi kallast Ufs. Endar hann
eða lækkar þar sem vegurinn liggur upp á hann, og er þar brött brekka
upp á rimann eða Ufsina og kallast þar Ufsarhorn. Sunnan í því lagði
jafnan þykka fönn, sem oft var slæm yfirferðar með hesta á vorin og
framan af sumri.
Eg fikaði mig nú sem fyrr frá einni vörðunni til annarrar yfir
Jökuldalinn og upp að Ufsarhorni. Þar rak eg mig á hæðarskafl sem
náði mér upp undir hönd. Með nokkrum erfiðismunum tókst mér að
skríða á fjórum fótum upp á skaflbrúnina. Vildi þá reyna að koma fyrir
mig fótum, en þess var ekki nokkur kostur því þarna var botnlaus ófærð.
Var því ekki annars kostur en að skríða og byltast áfram, og þannig náði
ég einhvern veginn brekkubrúninni og þar með kominn upp á Ufsar-
horn.
Næsta vandamál var að finna vörðurnar, sem standa þétt norður
ufsina. Það tókst eftir nokkra snúninga, og gekk vel að fylgjast með
þeim norður að Heiðarskarðinu. Nú var eg kominn í 650 metra hæð og
þar uppi á háheiðinni geisaði slíkt ofviðri að eg réð mér vart uppi á
þessum hæðarhrygg. Er ekki orðlengja það, eg hentist eða hálffauk
niður í Skarðsbrekkuna sem liggur ofan í Böðvarsdalinn. Þar var
veðurhæðin minni, en kófið glórulaus hringiða. Eg byltist niður fjallið
og hitti á vörður öðru hvoru. Klakabrynjan var nú orðin svo mikil fyrir
andlitinu á mér að eg sá mjög lítið, þó eg væri að reyna að brjóta hana
frá augunum öðru hverju. Mér var ekki fullljóst hvar eg var staddur
þegar eg rak allt í einu höfuð og handleggi í eitthvað fast og hart og
komst ekkert áfram. Eg hrökk til baka. Hvað gat þetta verið? Gat það
verið að eg væri kominn niður í Dalsárgilið? Nei, það var óhugsandi að
eg væri kominn svo langt. Dalsá fellur örstutt fyrir neðan túnið á
Eyvindarstöðum, sem er næsti bær þegar komið er niður af Hellisheiði
Vopnafjarðar megin.
Mér varð það nú ljóst að eg yrði að brjóta klakahúðina frá augunum,
svo eg gæti frekar áttað mig á hvar eg var staddur. Það kom líka fljótt í
ljós. Það var bakki á Þýfislæknum sem hefti för mína. Lækurinn fellur
þarna meðfram háum melkambi rétt við veginn. Eg átti því eftir
nokkurn spöl niður að Dalsá. Lækurinn fellur örstutt sunnan við