Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 183
MULAÞING
181
svokölluð Þýfi, beitarhúsatættur frá Böðvarsdal. Þar var afbýli fyrrum,
kallað Þýfi, og síðar nýbýlið Dalland.
Mér gekk vel að finna brúna á Dalsá gegnt Eyvindarstaðabæ, og leið
nú ekki á löngu áður en eg kom í hlað á Eyvindarstöðum og kvaddi
dyra. Ut kom Stefán Friðriksson sem þar bjó með móður sinni
Þorbjörgu og systkinum. Nú þegar þetta er skrifað er bann allur sá góði
drengur. Stefán hafði orð um það, að eg væri allkaldranalegur útlits þar
sem eg stóð fyrir framan hann á hlaðinu, og við gengum snarlega í
bæinn.
Eg reyndist ókalinn og óskaddaður að öðru leyti en því að allstórt sár
eða fleiður var öðrum megin á hálsinum. Orsök þess var klakahringur-
inn, sem var orðinn fyrirferðarmikill um hálsins. Hann hafði nuddað
skinnið af.
Það fréttist síðar að þennan dag hefði Eðvald póstur Eyjólfsson lagt
af stað snemma morguns frá Möðrudal austur yfir Möðrudalsfjallgarða.
I fylgd með honum var vinnumaður frá Möðrudal, Steinþór að nafni og
var að leita kinda. Steinþór fylgdist með pósti austur í Heljardal. Þar
skildust leiðir, Steinþór hélt suður Heljardalinn og var gert ráð fyrir að
hann kæmi að Sænautaseli. Þangað náði Eðvald um kvöldið, en
Steinþór ekki. Fannst hann litlu síðar helfrosinn stutt fyrir innan túnið
á Sænautaseli. Þennan sama dag var einnig Bjarni Þorgrímsson á ferð
frá Möðrudal áleiðis til Vopnafjarðar og náði í Brunahvamm um kvöldið
illa til reika.
Eg gisti að sjálfsögðu á Eyvindarstöðum. Daginn eftir var komið gott
veður. Þá fór eg inn í Vopnafjarðarkauptún og var kominn þangað um
fjögurleytið. Snaraðist inn í skrifstofu Framtíðarinnar til að fá erindi
mitt afgreitt. Þá var verslunarstjóri Arni Jónsson frá Múla. Svo stóð á
í þetta sinn að Árni hafði ekki komið til skrifstofunnar þennan dag og
var heima í íbúð sinni sökum lasleika. Eg fékk því enga fyrirgreiðslu í
versluninni og varð að fá samþykki verslunarstjórans. Því fór eg heim
til Árna og kvaddi dyra. Mér var boðið inn til þeirra hjóna, þar sem þau
voru að drekka eftirmiðdagskaffið. Var mér fljótt boðið kaffi, sem eg
þáði með þökkum. Bar eg svo upp erindi mitt við Árna, og hann skrifaði
nokkur orð á miða sem hann sagði að eg skyldi sýna bókhaldaranum,
Guðna Kristjánssyni. Það gerði eg og afgreiddi hann erindi mitt fljótt og
vel.
Heimferð mín gekk vel og er ekki í frásögur færandi.
Til Hóla lagði eg af stað með pósti 21. desember, og er frá því
ferðalagi sagt í síðasta hefti Múlaþings. (10. hefti, bls. 57).