Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 187
MULAÞING
185
tilliti til markmiða þessara rannsókna má skipta þeim í sex meginflokka,
sem hér skulu nefndir.
1. Rannsóknir vegna nýtingar vatnsafls. Engar eða sáralitlar jarðfræði-
rannsóknir voru gerðar við byggingu elstu vatnsaflsstöðva á Austur-
landi. Meira að segja voru ekki gerðar teljandi jarðfræðirannsóknir
vegna Grímsárvirkjunar. Aftur á móti voru virkjanirnar í Smyrla-
bjargaá og við Lagarfoss undirbúnar með nokkrum jarðfræðirann-
sóknum. Arið 1970 hefjast svo umfangsmiklar rannsóknir vegna
áætlana um virkjun jökulánna á Austurlandi. Síðan hefur flest ár
verið unnið nokkuð að þeim og nú þrjú síðustu ár af miklum krafti
vegna fyrirbugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Sérfræðingar Orkustofn-
unar hafa unnið allan jarðfræðiþátt virkjanarannsóknanna og verður
þeim rannsóknum haldið áfram.
2. Rannsókn vegna vatnsnýtingar. Vatnamælingar Orkustofnunar hófu
starfsemi sína árið 1946. Síðan hafa þær annast rennslismælingar á
fallvötnum og rekið nokkra mæla stöðugt. Nokkrar jarðfræðiathug-
anir hafa verið gerðar á síðari árum vegna neysluvatnsöflunar fyrir
einstaka þéttbýlisstaði og hafa þær orðið hvað umfangsmestar fyrir
Neskaupstað, Höfn, Vopnafjörð og Seyðisfjarðarkaupstað. í upphafi
árs 1978 hófust svo umfangsmiklar yfirlitsrannsóknir á vatnsöflunar-
möguleikum í öllu Austurlandskjördæmi á vegum Sambands sveit-
arfélaga í Austurlandskjördæmi. Jarðkönnunardeild Orkustofnunar
sá um þessar rannsóknir og er þeim nú lokið. Niðurstöður þeirra
liggja fyrir í þrem skýrslum um vatnabúskap Austurlands. Enn
hyggst sambandið (SSA) beita sér fyrir vatnafarsrannsóknum, en nú
með tilliti til fiskeldis.
3. Rannsóknir vegna jarðhitaleitar. Margvíslegar athuganir hafa verið
gerðar á Austurlandi á vegum Jarðhitadeildar Orkustofnunar í þeirri
von að jarðhiti kynni að leynast þar, sem nýtanlegur væri fyrir
hitaveitur til handa þéttbýlisstöðum, þó að ekki hafi orðið árangur
sem erfiði. Samt hef'ur tekist að byggja upp hitaveitu fyrir Egils-
staðakauptún, þó að vatnsöflunin geti naumast talist fullkomlega
trygg. Ekki getur ennþá talist alveg útilokað að takast megi að afla
heits vatns fyrir Vopnafjörð og e. t. v. Höfn, en fyrir aðra staði er
útlitið ekki gott, þó að aldrei sé endanlega hægt að fullyrða að það sé
útilokað.
4. Rannsóknir á byggingarefnum. Rannsökuð hafa verið í mörgum
tilfellum einstök sýnishorn af byggingarefnum með tilliti til ein-