Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 192
190
MULAÞING
títan kemur fyrir og er dreift í gabbróinu í Hvalnesfjalli, Meðalfelli í
Nesjum og víðar. Niðurstöður þessara rannsókna sýna, að magn títans í
gabbrói við Hvalnes og í Meðalfelli er nægilegt til að vera forsenda
títannáms, en aftur á móti á eftir að rannsaka vinnslueiginleika
bergsins og verður það næsta skref rannsóknanna. Samt er óhætt að
segja það, að ýmislegt bendir til, að þar geti niðurstöðurnar einnig
orðið jákvæðar. Járn er ávallt í töluverðum mæli í basalti. Eftir
aldamótin gerðu Englendingar nokkrar rannsóknir á Austurlandi. Eftir
því sem ég hef heyrt reyndist Héraðssandurinn álitlegastur.1 Eg heyrði
nefnd 14-17%. Síðari tíma athuganir hafa ekki staðfest það. Samt sem
áður tel ég rétt að huga nánar að því. Líklegustu vinnslumöguleikar eru
þó þar sem mögulegt væri að vinna járn og títan saman.
Ymis bein gosefni geta verið hráefni til iðnaðar.
Vikur hefur verið í áratugi sóttur inn í Arnardal inn af Möðrudal. Þar
er mikið magn af vikri í ágætum gæðaflokki frá Oskjugosinu 1875.
Mestar og bestar eru þó vikurnámurnar í Krepputungunni austan
Upptyppinga. Vikurinn þar er mjög hreinn og góður. Það er aðeins
flutningsvegalengdin sem torveldar nýtingu hans.
Perlusteinninn í Loðmundarfirði hefur nokkuð verið rannsakaður.
Þar er mjög mikið magn af honum, en það mun þó alls ekki vera allt í
besta gæðaflokki. Samt sem áður kemur vinnsla þar mjög til álita, ef og
þegar markaðsaðstæður eru fyrir hendi. Onnur gosefni hafa ekki verið
það ég veit könnuð sérstaklega. Vel væri þó hugsanlegt að þar mætti
finna basalt til bræðslu og steinullarframleiðslu og ef til vill fleiri nota.
Þetta er órannsakað mál og þess vegna erfitt að segja nokkuð til um
það.
Kísill er nú á síðustu tímum að verða mjög eftirsótt hráefni, þó að
vissulega finnist mikið af honum í heiminum. Hér á landi kemur hann
fyrir á tvennan hátt sem mögulegt iðnaðarhráefni, þ. e. sem kísilgúr í
vötnum og í mjög kísilsýruríku bergi (líparíti). Þetta hefur ekki verið
sérstaklega kannað á Austurlandi, en Orkustofnun ráðgerir með haust-
inu að kanna nokkuð, hvort verulegt magn er af kísilgúr í vötnum á
Héraði.
Nú á tímum orkukreppunnar hafa gömlu orkugjafarnir, svo sem mór,
surtarbrandur ogjarðgas, komið mjög sterkt inn í myndina á nýjan leik
og þá til framleiðslu á vélaeldsneyti. Á Fljótsdalshéraði eru miklar
1 í bókinni ,,Eitt ár úr æfisögu minni“, sem gefin var út í Reykjavík 1932, segir Jón
Bergmann Gíslason, höfundur hennar frá Englendingi er safnaði sýnum árið 1928 vegna
járnrannsókna á Héraðssandi. Bestu sýnin fundust hjá Unaósi.