Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 197
TRYGGVI GUNNARSSON
Úr Endurminningum
í 9. og 10. hefti Múlaþings eru endurprentaðar greinar. Sigurður Ó. Pálsson gerir í 9.
heftinu (bls. 82) grein fyrir tilvist þessara endurprentana og er ekki þörf á að fjölyrða um
það hér.
Að þessu sinni hafa verið valdir 2 kaflar úr Endurminningum Tryggva Gunnarssonar.
Þessar endurminningar birtust í Tímanum árið 1918 og voru síðan sérprentaðar. Tryggvi
Þórhallsson þáverandi ritstjóri Tímans skrifaði örstuttan eftirmála í kverið og kemur þar
fram, að frumrit Tr. G. er í fórum hans. Hér eru kaflarnir teknir eftir sérprentuninni,
óbreyttir að sjálfsögðu að öðru leyti en því að stafsetning er færð til nútímahorfs og dálítið
hróflað við greinarmerkjasetningu.
Höfundurinn Tryggvi Gunnarsson var höfuðskörungur á sinni tíð sem stjórnmálamað-
ur, verslunarleiðtogi (stofnandi Gránufélagsins og kaupstjóri þess rúma tvo áratugi) og
bankastjóri Landsbankans 1893-1909. —Tryggvi var alþm. Suður-Múlasýslu 1874—1885
og kom mjög við austfirska verslunar- og atvinnusögu um langt skeið. Aðalverslun
Gránufélagsins á Austurlandi var á Vestdalseyri við Seyðisfjörð.
Tryggvi var fæddur í Laufási við Eyjafjörð 18. okt. 1835, dáinn í Reykjavík 21. okt.
Eyvindarárbrúin
Svo vildi það til eitt sumar — nálægt 1875 — er eg var nýkominn frá
Kaupmannahöfn, að eg fór frá Akureyri til Seyðisfjarðar. Þar var þá
faktor fyrir Gránufélagið Sigurður sonur Jóns á Gautlöndum, dugnaðar-
maður hinn mesti og höfðingi í lund. Var að jafnaði gestkvæmt hjá
honum.
Einn morgun í júlí var glaða sólskin, mesti hiti og ár allar ófærar. Af
Seyðisfirði liggja tveir vegir upp á Hérað, annar yfir Fjarðarheiði, hinn
yfir Vestdalsheiði. Eg hafði þar tekið eftir læk einum, sem vanalega var
ekki vatnsmeiri en í hófskegg hesti, en gat orðið ófær í hitum og
leysingum á vorin. Rétt fyrir neðan vaðið hafði eg séð klappir tvær, sína
hvorum megin lækjarins og 10 álna bil á milli. Sýndist mér að þar myndi
auðgert að leggja brú yfir.