Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 201
MULAÞING
199
Eg skrifaði þá sýslumönnum og sagði þeim að eg tæki gjöf mína aftur
ef þeir létu ekki vinda bráðan bug að því að koma brúnni upp.
Síðan fór eg til Kaupmannahafnar og var erlendis um veturinn. Um
vorið eftir, þegar eg kom aftur til Seyðisfjarðar, þá lá allt brúarefnið þar
enn. Skrifaði eg þá sýslumönnum enn að nýju og sagði þeim, að með því
að þeir hefðu ekki efnt heitorð sitt, þá ætlaði eg nú að taka brúna, flytja
hana norður og láta setja hana á Fnjóská við fæðingarstað minn Laufás,
því að þá var mikill áhugi vaknaður fyrir norðan að fá brú á ána.
Sýslumennirnir skrifuðu mér aftur og báðu mig í öllum bænum að
gera þetta ekki. Lofuðu þeir nú statt og stöðugt að brúin skyldi komin
upp þetta ár. Eg gerði því ekki alvöru úr því að taka brúarefnið.
En þegar eg kom aftur um haustið á Seyðisfjörð, var brúarefnið allt
óhreyft þar enn. Nú fann eg Thorlacíus sýslumann og sagði að það væri
fullráðið að eg flytti brúarefnið á Eyjafjörð og setti það á Fnjóská.
Hann lét þá senda eftir Jóni sýslumanni á Eskifirði. Þegar hann kom,
lögðu þeir báðir fast að mér að gera sýslunni ekki þá skömm að taka
brúna. Eg sagði að það væri ekki eg, heldur þeir og sýslubúar sem
gerðu sér skömm. Þeir lofuðu öllu góðu, að brúin skyldi komast á ána
næsta ár, en eg sagðist ekki trúa þeim lengur. En ef Otto Wathne lofaði
að flytja brúna, þá tryði eg honum.
Var nú Wathne sóttur. Lofaði hann að sjá um flutninginn. Efndi hann
það vel og flutti allt brúarefnið á Héraðssand. Þaðan var því ekið um
veturinn eftir Lagarfljóti til Eyvindarár. Og þegar eg kom frá Kaup-
mannahöfn næsta ár, var verið að enda við að setja brúna yfir ána.1
Að eg var svona strangur kom nokkuð af því, að þegar eg var beðinn
um miklu dýrari brú en eg hafði lofað, vildi eg hneppa að þeim
Múlsýslingum að efna sitt loforð.
Þetta sem nú hefir verið sagt, varð til þess að orð fór að komast á mig
sem þrúabyggingamann.
Enn hafði ekkert þokað fram málinu um brúargerð á Skjálfandafljóti,
frá því við Þingeyingar höfðum verið að bollaleggja hana fyrir mörgum
árum. En nú er eg komst á þing, fékk eg því framgengt í þinginu, að
samþykkt var að landssjóður legði fram fé tii þess að reisa brú á
Skjálfandafljóti, einn þriðja af þem kostnaði gegn því að Þingeyjarsýsla
legði fram einn þriðja og Norður- og Austuramtið einn þriðja. Þá
samþykkti og þingið fjárframlag til brúargerðar á Jökulsá á Brú.
Mér var falið á hendur að sjá um smíðið á báðum brúnum. Voru þær
1 í Almanaki Þjóðvinafélagsins ár 1902 segir í Yjirliti um 19. öldina: ,,1880:-Brú
með nýju lagi gefin og sett á Eyvindará í Múlasýslu.“ (bls. 63). — Á.H.