Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 203
MULAÞING
201
Fáskrúðsfjarðar. Þ'egar við komum utarlega á Eskifjörð reyndust tveir
af ræðurunum svo drukknir, að þeir urðu að leggjast fyrir. Settist eg þá
undir árar og reri með hinum alla leiðina til Fáskrúðsfjarðar. Komum
við þangað kl. 4 morguninn eftir.
Sýslumaður fór nú heim að Höfða til þess að sofa, en eg reri einn yfir
fjörðinn, yfir að strandaða skipinu, sem lá skáhallt á móti lendingar-
staðnum.
Var þá háfjara er eg kom yfirum, svo eg gat skoðað skipið að miklu
leyti bæði að utan og innan. Sá eg að það var alveg nýtt, en tvö göt höfðu
komið á bóginn á því um leið og það rakst á skerið og strandaði.
Þegar eg var búinn að skoða skipið og kominn yfir fjörðinn aftur, var
sýslumaður vaknaður og komið að þeim tíma er uppboðið skyldi
hefjast. Var þar saman kominn fjöldi manna og þar á meðal Tuliníus
kaupmaður frá Eskifirði. Var nú skipsbáturinn boðinn upp fyrst og
buðum við hvor á móti öðrum við Tuliníus og komst báturinn í 400 kr.
Sá eg að það var afleitt eí framhaldið yrði eftir þessu.
Tók eg nú Tuliníus á eintal og sagði við hann: ,,Við skulum ekki vera
að bjóða hvor í kapp við annan. Við skulum heldur skipta því á milli
okkar í kvöld sem við hreppum.“ Varð það að samkomulagi.
Skipið með rá og reiða, keðjum og akkerum, var slegið mér fyrir 400
kr. Þegar farið var að selja segl, kaðla og aðra lausa muni fóru bændur
að bjóða. Sagði eg þá svo margir bændur heyrðu: „Osköp eruð þið
vitlausir að vera að bjóða á móti sjálfum ykkur. Eg er að kaupa skipið og
þetta allt handa ykkur. Eyfirðingar hafa eignast Gránu. Þetta skip eigið
þið að fá.“ Þegar bændur heyrðu þetta hættu þeir að keppa við mig. Lét
eg þeim þó eftir það sem skipið gat án verið.
Þegar uppboðinu lauk var skipið með rá og reiða, seglum og festum
komið upp í 1650 kr. í skipinu voru fast að 500 tunnur af saltfiski, sem
skipið hafði veitt áður en það strandaði. Voru seldar saman 10 tunnur
og fóru að jafnaði á nálægt 10 kr. tunnan. Kom okkur Tuliníusi nú
saman um að skipta þannig uppboðsgóssinu, að annar fengi fiskinn en
hinn skipið. Kaus Tuliníus fiskinn, en eg skipið og voru báðir ánægðir.
Mikill fiskafli var á Fáskrúðsfirði um þessar mundir og erfitt að fá
menn í vinnu. En eg hafði haft með mér töluvert af gullpeningum, sem
eg ætlaði að færa Sigurði Sæmundssen og átti hann að kaupa vörur fyrir
í Hornafirði. Tók eg nú upp nokkra vöndla af gullpeningum og sýndi
verkamönnunum og bauð þeim 10 kr. gullpening um sólarhringinn,
kæmu þeir nú og hjálpuðu mér að ná út skipinu. Urðu þá margir til þess
að hætta við róðrana í bili og fékk eg fulla sex tugi manna í vinnu.