Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 206
204
MULAÞING
tilmælum og hélt til Fáskrúðsfjarðar á báti með mönnum sínum. Kom
hann þangað á laugardagsmorgun. Var skipinu nú komið á flot með
flóðinu og reyndist það pottþétt.
Verkfæri hafði eg ekki önnur við aðgerðina en sög, skaröxi og
,,kalfakt“‘-járn til að þétta skipið með. Hafði eg fengið þetta að láni, en
auk þess hafði eg nafar sem eg smíðaði sjálfur.
Við þetta verk kom mér það í góðar þarfir, að eg hafði áður fyrr
fengist við þilskipasmíði við Eyjafjörð.
Alla vikuna fór eg ekki úr fötum, lagðist aldrei fyrir né sofnaði, en
fann þó hvorki til þreytu né svefns. Á sunnudagsmorgun var blíðalogn
og sólskin, og þegar eg sá skipið fljóta þarna í blíðviðrinu og langt var
komið að koma fyrir seglunum, þá fór að draga úr mér, ætlaði eg heim á
bæ til að sofa, en á heimleiðinni sofnaði eg standandi þrem sinnum og
datt um á rennsléttu túninu. Þegar heim kom á bæinn lagðist eg til
svefns og svaf mestallan sunnudaginn og mánudagsnóttina.
Á mánudag fékk eg mér hesta og hélt til Eskifjarðar. Á leiðinni
þangað kom eg við á Kolfreyjustað hjá séra Hákoni Espólín. — Vildi
prestur endilega að eg kæmi inn og þægi hjá honum kaffi, og varð það
úr. Var prestur mjög ræðinn og skemmtilegur, svo að tíminn leið fljótt,
en eftir hálfa aðra klukkustund var hvorki konan né kaffið komið og
beið eg þá ekki lengur, fór af stað kaffilaus og hélt yfir Staðarskarð og
inn Reyðarfjarðarbyggð allt að Eyri. En þessi bið á Kolfreyjustað varð
mér bagaleg, því að Eyri kom eg ekki fyrr en eftir háttatíma, varð að
vekja upp til þess að fá mig fluttan yfir fjörðinn til Eskifjarðarkaupstað-
ar. Var þá komin á köld næturgola utan fjörðinn, og var mér kalt þar
sem eg sat á þóftunni og stýrði bátnum. Bað eg róðrarmennina að lofa
mér að róa svo mér hitnaði, en það vildu þeir ekki, að eg færi að róa.
Þegar eg kom til veitingahússins á Eskifirði var kominn í mig
kölduhrollur, og um nóttina vaknaði eg upp með hitasótt og taksting.
Morguninn eftir kom Zeuthen læknir til mín og sagði hann að eg hefði
tekið lungnabólgu og eg mætti ekki róta mér þann dag.
I þessum svifum kom til mín sendimaður frá Sigurði Jónssyni
verslunarstjóra Gránufélagsins á Vestdalseyri. Hafði sendimaður með-
ferðis bréf frá Sigurði, þess efnis að komið sé til Seyðisfjarðar
vesturfaraskip og muni fara með því vestur um haf á annað hundrað
manns úr verslunarumdæminu. Meðal þeirra muni vera ýmsir sem ætli
sér að hlaupast til Vesturheims með óborgaðar skuldir við Gránufélags-
verslunina. Biður Sigurður mig að bregða við hið fyrsta og koma sér til
aðstoðar.