Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 208
206
MULAÞING
Ekkert reiknaði eg Gránufélaginu þetta starf mitt, kaupin og viðgerð-
ina. Félagið fékk skipið með uppboðsverði að viðbættu kaupi björgun-
armannanna. En næsta haust gaf félagið mér gulldósir og úr, sem
kveðið hefir verið um.1
Eftir að eg hafði dvalið nokkra daga á Seyðisfirði og rannsakað
verslunarbækurnar og verslunina þar, gat ég loks haldið áfram hinni
fyrirhuguðu Hornafjarðarför.
Fátt bar við á leiðinni þangað. Eg kom við á Papós og stóð þar við um
stund og lagði á Lónsheiði undir háttatíma. Þoka var og húðarrigning
alla nóttina, þar til kom undir sólaruppkomu. Stytti þá upp, þokan
hvarf og varð heiðskírt loft. Einmitt þegar eg kom á brúnina á
Almannaskarði, var sólin að koma upp og blasti þá við í morgunsólinni
eitthvert mesta og fegursta útsýni sem eg hefi séð hér á landi.
Þegar eg kom að lausakaupaskipi Gránufélagsins, sem lá við Kletta-
ey út við Hornafjarðarósinn sagði lausakaupmaðurinn við mig, að
versluninni hjá sér væri lokið, allar nauðsynjavörur uppseldar og sæi
hann því ekki til neins að taka við gullinu sem eg hafði meðferðis.
Þegar eg hafði lokið við að skoða verslunarbækurnar hjá honum, kom
til skipsins síra Jón Jónsson, sem þá var prestur í Bjarnanesi, en nú er
prófastur á Stafafelli. Bauð hann mér heim með sér og þá eg það.
Nokkuð af veginum lá á bökkum kvísla úr Hornafjarðarfljóti og var
þar allt vaxið smára og öðru góðgresi. Hafði eg orð á því við síra Jón, að
ekki væri undarlegt þótt hestar í Hornafirði væru kraftagóðir og þolnir
með því uppeldi sem þeir fengju í slíku haglendi.
Þegar heim kom í Bjarnanes sneri eg talinu að því, að leiðinlegt væri
að reiða heim með sér aftur allt gullið. Talaðist þá svo til að eg sendi
fylgdarmanninn, sem var góður hestamaður, út um sveitina til þess að
kaupa hesta fyrir gull. Fór hann eftir leiðbeiningum síra Jóns til ýmsra
manna og kom aftur eftir hálfan annan dag með 32 fola. Voru kaupin að
sjálfsögðu gerð fyrir Gránufélagið.
Að því búnu lagði eg af stað úr Hornafirðinum og hélt með allan
hestahópinn norður báðar Múlasýslur. Var það eitt hið skemmtilegasta
1 Vísuna kvað séra Björn Halldórsson í Laufási og er hún svona:
Tvo gripi sendir Grána þér
og gróf á nafn þitt: Tryggvi.
Og gull er í þeim eins og þér
vor erindrekinn dyggvi.
Gripirnir eru nú báðir í Þjóðmenjasafninu.