Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 12
Múlaþing
skipaflautið, og þá einkum langa flautið,
muni hafa verið frá Sterling, sem strandaði
um sama leyti og það heyrðist.
Þetta strand snerti fólkið. Nú var skipið
sem flutti okkur póstinn og vörumar strand,
skip sem fólki þótti vænt um.
Skipshafnarskrár
Þórólfur Beck, skipstjóri á Sterling,
lagði fram skipshafnarskrá á skrifstofu bæj-
arfógeta Seyðisfjarðarkaupstaðar 2. maí
1922. Mér þykir hún ekki eins vel úr garði
gjörð sem búast hefði mátt við af þessum
ágæta manni. Hann greinir ekki frá stöðu
nokkurs manns á skipinu, nema sjálfs sín.
Skráin virðist helst skrifuð eftir minni skip-
stjóra en mun þó rétt vera.
Mig langaði til að fá nákvæmari skips-
hafnarskrá, vita meira um stöðu og störf
skipshafnar, aldur og heimilisföng. Skrif-
aði ég yfirmanni handritadeildar Lands-
bókasafns, Grími M. Helgasyni, og útveg-
aði hann mér ljósrit af skipshafnarskrá
Sterlings, undirritaða af lögreglustjóra
Reykjavíkur, 14. mars 1922.
„Síðastlidinn mánudagsmorgun strandaði e.s. „Sterling“ hér ífirðinum, utan við Brimnes, á
svonefndum sýslumannsboða, norðan við fjörðinn. Kom skipið frá Mjóafirði á strandferð norður
um land. Var þoka mikil, þá er inn kom hér á fjörðinn og gœtti skipstjóri allra varúðarreglna. En
áður en varði sást land og þá er hörfa skyldi, rendi skipið á sker. Hafði straumur verið svo feikna
harður að hann hafði á svipstund borið skipið langt afleið - og hafði þá skipstjóri stýrt fjórðung
úr áttarstryki sunnan við rétta stefnu. “ (Biaðið Austuriand, Seyðisfirði í maí 1922)
10