Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 20
Múlaþing
Þórunn Gísladóttir, grasakona.
Farþegaflutningurinn gefur stundum
athyglisverðar upplýsingar um farþega,
sbr. hennar dót.
'22 til Eimskips á Seyðisfirði þar sem hann
spyrst fyrir um koffort með viðbundnum
poka.
43. Pórunn Gísladóttir Seyðisfirði,
ljósmóðir og grasakona (f. 15. des. 1846,
d. 19. júlí 1937). Móttekið 1/5 '22: ein
kista, innih. 1 samstæða nærfatnaður, kík-
ir, myndir, bækur o.fl. Einn poki, innihald:
eitt sjal, 3 metr. klæði o.fl. Einn poki með
skjólum, potti o.fl.
44. Vagn Gíslason Sauðárkróki.
Fékk sent með Goðafossi 7/6 '22: eitt
koffort með fatnaði.
45. Klemens Þorleifsson Blönduósi
fékk sent með Goðafossi 7/6 '22: eitt koff-
ort með bókum og fatnaði.
46. Þorleifur Ingvarsson Sólheimum,
Blönduósi, fékk sent með Goðafossi 7/6
'22: einn kassa með stígvélum o. fl.
Allt það sem sent var 4 síðasttöldu
mönnunum var sjólegið.
47. Vilhjálmur Hjálmarsson Brekku,
Mjóafirði, 7 ára.
48. Hrefna Einarsdóttir Brekku,
Mjóafirði, 7 ára.
49. Jóhann Einarsson Hafnarfirði.
Fékk sent með Gullfossi 15/5: eitt koffort
með fatnaði merkt honum.
50. Gísli Stefánsson Mikley. Fékk
sent 20/7: eitt koffort m. ýmisl.
51. Guðný Pétursdóttir frá Geira-
stöðum, Hjaltastaðaþinghá. Var farþegi frá
Reykjavík til Borgarfjarðar eystri. Farang-
ur hennar var ein ferðataska sem hún tók
með sér um borð í Fyllu.
Þá hef ég lokið við að nefna þá sem ég
álít að hafi getað verið farþegar á Sterling
þegar það strandaði og byggi ég þessa við-
bót mína á þeim farþegaflutningi sem
merktur var þessu fólki og margt af því
kvittaði fyrir með eigin undirskrift, eða þá
að því var sendur farþegaflutningurinn síð-
ar, svo sem fram kemur í farþegaskránni hér
að framan. Það er því 22 nöfn sem hér bæt-
ist við og svo stúlkan til Isafjarðar og tvö
börn. Þó kann að vera að Ágústa Davíðs-
dóttir, nr. 45 hér að framan, sé ísafjarðar-
stúlkan. Farþegar hafa því verið í kringum
50. Er þá sú tala fram komin sem getið er
um í frásögn eins farþegans sem birt er með
þessari samantekt. Eg minnist þess einnig
að talað var um, strax sama daginn og skip-
ið strandaði, að farþegar væru um 50.
18