Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 23
Sterlingsstrandið
Úr grein Vilhjálms Hjálmarssonar um Sterlingsstrandið
Áður birt í blaðinu Austra (Neskaupstað 9. janúar 1963)
Þokan var dimm og þungt fallið
Sjö ára fólk í svaðilför fyrir fjörutíu árum
Það var mikið um að vera. Mamma ætl-
aði að bregða sér til Seyðisfjarðar í kynnis-
og kaupstaðarferð og við Hrefna áttum að
fá að fara með henni.- Þá vorum við sjö ára,
fóstursystkinin, svo þetta var allmikill við-
burður. Að vísu var þetta ekki fyrsta ferð
mín norður fyrir Dalatanga, því til Seyðis-
fjarðar fór ég strax á fyrsta ári og síðan ár-
lega meðan amma á Hánefsstöðum lifði.
En sama gilti.
Nokkrir annmarkar voru þó á því að fara
þessa ferð. Það stóð nefnilega yfir bygging
íbúðarhúss á Skjögrastöðum. Og þótt yfir-
smiðurinn, Árni frá Reykjum, hefði tak-
markaða trú á útsjónarsemi minni og hag-
leik, en af hvoru tveggja hafði hann sjálfur
þó nokkuð, enda fjórum árum eldri, þá var
það engu að síður bagalegt fyrir manninn að
missa nú handlangarann, einmitt þegar átti
að fara að reisa!
Hér fór þó sem stundum síðar, að ég
bjóst til ferðar og bústörf sátu á hakanum.
Stigið á skip
Það var von á Sterling snemma að
morgni, eða síðari hluta nætur - og komið
langt fram í apríl. Tíð hafði verið ágæt um
vorið, alauö jörð og þíð og farið að gróa.
Veður var frábærlega kyrrt og gott þessa
nótt, en þokan kom með kvöldinu, og lá þétt
með sjónum undir morguninn.
Menn voru árla á fótum, piltamir komn-
ir niður að sjó að hafa til bátana, en við þrjú
biðum heima ferðbúin, svo heyrðist dimmt
gaulið í þokulúðri skipsins úti á firðinum,
og þá var nú ekki beðið boðanna.
Tveir hundar, hvítur og mórauður,
fylgdu okkur úr hlaði.
Þeir voru tryggir förunautar mínir um
þessar mundir og alllengi síðan. Bangsi og
Rebbi voru óaðskiljanlegir vinir og urðu
nær aldrei ósáttir. Þegar þeir fóru að lúra
lögðu þeir gjarnan vanga við vanga en
hringuðu sig annars niður sem hunda er
Hér til vinstri er myndin sem minnst er á í greininni. Frá vinstri: Hrefna Einarsdóttir, Stefanía
Sigurdardóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Ljósmyndarinn var Eyjólfur Jónsson.
21