Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 27
Sterlingsstrandið
E.s. Sterling ekki löngu áður en það strandaði. Úr bókinni Ríkisskip 60 ára. Saga strandferðaskipa eftir
Hilmar Snorrason.
Um þriðja prestinn í grein Vilhjálms
Eins og sjá má af farþegaskrá voru tveir
prestar um borð í Sterling þegar skipið
strandaði. En þriðji presturinn, sr. Vigfús
Ingvar Sigurðsson á Desjarmýri í Borgar-
firði, kom við sögu strandsins eins og lesa
má í grein Vilhjálms Hjálmarssonar sem að
hluta fylgir þessari samantekt. Sagan er til í
fleiri útgáfum en allra best mun hún hafa
verið sögð af séra Ingvari sjálfum. Mun
hann oft hafa verið beðinn um að segja sög-
una þegar hann sat sýslunefndarfundi á
Seyðisfirði, eða réttara sagt í hófi því sem
sýslumaður Norður-Múlasýslu og bæjarfó-
geti Seyðisfjarðarkaupstaðar héldu sýslu-
nefndarmönnum að fundi loknum.
Kunnugur maður sagði mér að séra Ing-
var hafi verið að sækja einn slíkan sýslu-
nefndarfund á Seyðisfirði, þegar hann bar
þar að sem Sterling var strandað. Hafði
hann fengið sig fluttan frá Nesi í Loðmund-
arfirði á báti yfir fjörðinn að Borgamesi og
ætlað að halda gangandi þaðan inn í Seyðis-
fjarðarkaupstað. Brátt sá hann hvar skip lá
fyrir landi og þekkti þar Sterling. Hugði
hann gott til ferðar inn í kaupstaðinn, því
þegar hann kom inn á Ostabala, sem er upp
af Sléttanesi, og þar sem einmitt fólkið úr
Sterling steig á land, þá sér prestur þar ein-
kennisklæddan rnann, sem hann áleit að væri
stýrimaður af Sterling. Vék séra Ingvar sér
að honum og spyr hvenær skipið haldi inn til
Seyðisfjarðar. Stýrimaður leit kýminn á
prest og segir: „Annað hvort á næsta flóði
eða aldrei“. Þá rann upp fyrir presti að skip-
ið mundi vera strandað. Það nrun hafa villt
um fyrir honum, þegar hann kom þama, að
25