Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 28
Múlaþing
Guðný Pétursdóttir
skipið stóð á réttum kili og sjórinn var þá al-
veg sléttur, en mikill hugur í presti að flýta
för sinni til Seyðisfjarðar. Honum varð líka
brátt að ósk sinni því til Seyðisfjarðar komst
hann með varðskipinu Fyllu.
Frásögn Guðnýjar Pétursdóttur
sagði að í næsta klefa öðru megin við sig
hafi verið kona með kornabarn. Kona sú
varð svo ofurhrædd að hún þaut út úr klefa
sínum og upp á dekk og lét bamið eiga sig,
hágrátandi. Leið svo nokkur stund að hún
kæmi aftur að vitja barnsins en Guðný og
Björn reyndu að hugga það meðan konan
kom ekki til að vitja þess. Má vera að þarna
sé komið í leitirnar þriðja barnið af fjórum
sem Þórólfur Beck nefnir í farþegaskrá
sinni, Vilhjálmur og Hrefna verið hin tvö.
Frásögn Guðnýjar ber saman við frá-
sögn Stefaníu, eða Vilhjálms sonar hennar,
af strandinu og að farþegarnir hafi fyrst ver-
ið fluttir í land og notið þar góðra veitinga
Karls Markússonar bryta. Ekki varð þó
dvölin löng uppi á Ostabalanum því bráð-
lega voru farþegamir fluttir aftur um borð í
Sterling og tóku þá ýmsir með sér ferða-
töskur sínar og annað lauslegt sem geymt
var í svefnklefanum og höfðu með sér þeg-
ar þeir voru fluttir um borð í danska varð-
skipið Fyllu.
Guðný hélt síðan til Borgarfjarðar með
Öldunni sem þá var flutningabátur til hafn-
anna norðan Seyðisfjarðar, allt að Skálum á
Langanesi. Þess gat Guðný við mig að ekki
hafi hún þekkt Svein Ólafsson (farþega til
Borgarfjarðar), síðar mann sinn á þeim
tíma. Hélt hún bráðlega gangandi yfir
Göngudal og Gönguskarð að Krosshöfða í
Útmannasveit, með ferju yfir Lagarfljót hjá
Litla-Steinsvaði og þaðan heim í Geira-
staði.
Þegar ég fór að safna heimildum um
Sterlingsstrandið hafði ég samband við
Guðnýju Pétursdóttur en eins og fram hefur
komið var hún meðal farþega í þessari
örlagaríku ferð. Hún mundi vel strandið og
sagðist hafa verið í klefa, næst klefa Björns
í Hnefilsdal og muna vel hvað hvað höggið
var þungt þegar Sterling rakst á skerið. Hún
Farþegaflutningur og póstur
Það er misjafnlega mikið sem ferða-
menn hafa af flutningi. Oft er það aðeins
ein eða tvær ferðatöskur af farangri og var
sá farangur oftast tekinn með inn í svefn-
klefann og þá gjaman stungið undir lægri
kojurnar, ef hengirúm voru í klefanum, eða
26