Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 33
Ólafur Stefánsson
Mesta leit sem farið
hefur fram á Islandi
Ollum, sem komnir voru til vits og
ára haustið 1950 eða fyrir 45 árum,
munu ennþá í minni dagamir 14. -
20. september 1950.
Hvað skeði þessa daga? hugsar fólk sem
ekki veit.
Þann 14. september 1950, síðdegis, var
flugvélin Geysir, í eigu Flugfélags Islands,
á heimleið frá Luxemburg með vörur en
enga farþega. Sex manns vora í áhöfn vél-
arinnar, allt íslendingar. Síðast heyrðist í
vélinni laust fyrir kl. 22.30. Þá var allt í
lagi, en eftir það náðist ekkert samband við
vélina.
Til er bók sem heitir Geysir á Bárðar-
bungu. Hún kom út 1963, skráð af Andrési
Kristjánssyni. I þessari bók er sagt ítarlega
frá þessu flugslysi og einnig frá leitinni í
lofti, sjó og landi. Ég vil benda fólki á að
lesa þessa bók, vilji það fræðast nánar um
þennan atburð.
A þeim tíma voru öll skilyrði til leitar á
landi allt önnur en þau eru í dag: Engar þyrl-
ur> snjóbílar né snjósleðar á hverjum bæ eins
°g nú er. Ekki heldur jeppar með dekk sem
hægt er að hleypa lofti úr né tjarskiptatæki.
Það kom síðar í ljós að flugvélin hafði
hafnað á Bárðarbungu á Dyngjujökli. Allir
Ólafur Stefánsson
lifðu af slysið, ótrúlega lítið slasaðir eftir
slíka lendingu. Þarna varð fólkið að dvelja
í hluta af flakinu, marga kalda daga og næt-
ur, matarlítið, þar til það fannst og var
bjargað af leiðangri frá Akureyri ásamt
nokkrum Reykvíkingum. Allir gengu á
skíðum af jöklinum. Það mun hafa verið
21. september sem áhöfninni var fagnað í
Reykjavík og þá fagnaði líka öll þjóðin.
En nú skulum við snúa okkur að því sem
ég ætla að segja frá, en það eru leitir að
Geysi sem famar voru frá Möðrudal á Fjöll-
um.
Það var síðdegis laugardaginn 15. sept-
ember 1950 sem tilmæli bárust í gegnum
síma frá Kristni Jónssyni, framkvæmda-
stjóra Flugfélags Islands á Akureyri, unt að
við Möðrudælingar gerðum út leiðangur inn
að Vatnajökli til að svipast um eftir hinni
týndu flugvél, en þar var þá merktur lend-
ingarstaður. Sjálfsagt var að verða við þess-
um tilmælum. Aðeins einn jeppi var til í
Möðrudal, Willys, árg. 1946, sem Þórhallur
Jónsson átti. Um kvöldið kom séra Jakob
Einarsson frá Hofi í Vopnafirði á öðrum
jeppa, samskonar, ásamt bílstjóra sínum
Stefáni Helgasyni. Strax var þess farið á
leit við prófast að hann lánaði okkur jepp-
ann. Var það auðsótt mál og ekki stóð á bíl-
stjóranum að leggja á öræfin. Var þegar far-
31