Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 35
Mesta leit sem farið hefur fram á íslandi
Leitarsvœðið að sumarlagi 1993. Horft í vesturfrá Kringilsárrana. Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.
bita, útbjuggum klyfjar á hvem okkar, lögð-
um þær á bakið og héldum á Brúarjökul.
Það var gott að komast upp á jökulbrúnina,
slétt og aflíðandi sandi orpið hjarn. Við
gengum nú vestur eftir jökulbrúninni og var
hún svo til auð, en um leið og komið var að-
eins inn á jökulinn var hann skjannahvítur
af nýsnævi. Sprungur voru í jökulbrúninni,
en þrengdust þegar innar dró svo auðvelt
var að komast yfir þær í björtu.
Eftir 14 tíma ferð settum við niður tjald
okkar austur af Kverkfjöllum, meira var
ekki hægt að gera þann daginn. Erfitt var að
festa tjaldið niður á sandorpnum jöklinum.
Þó gátum við brotið klakastykki og lagt á
tjaldbrúnimar og þar sem logn var dugði
þetta vel. Síðan var skriðið í tjaldið og sest
að snæðingi. Eftir það var gott að leggjast í
svefnpokana, þó að ekki væri mjúkt né hlýtt
'eguplássið, því engar voru dýnumar. Eitt-
hvað var þó sofið enda menn þurfandi fyrir
hvíld og svefn eftir lítinn svefn undan-
gengnar nætur.
Snemma var risið úr rekkju á þriðju-
dagsmorgun, borðað og tekinn með nestis-
biti til dagsins. Lagt var af stað strax og
birtan leyfði. Bjart var yfir jöklinum og sól-
skin og góð leitarskilyrði.
Við fórum inn jökulinn austan Kverk-
fjalla, en þau gnæfa þama yfir ca 1800 m.
há með hamraflugi. Fljótt tók færðin að
þyngjast, mikill nýlegur snjór huldi allar
misfellur. Sprungur voru víða og sumar
slæmar, en víðast dokkaði fyrir þeim.
Gengum við því í halarófu og höfðum kað-
al á milli okkar. Utsýni höfðum við mjög
gott yfir fjöllin og þegar við vomm komnir
svo sunnarlega að við höfðum kannað
Kverkfjöllin að austan, snerum við til baka.
Allt var nú auðveldara þegar við höfðum
slóðina til að fara eftir.
Veðrið var svo stillt og bjart að útsýnið
var stórkostlegt þaðan sem við stóðum á
hvítum jöklinum og horfðum norður yfir
33