Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 37
Mesta leit sem farið hefur fram á íslandi
þegar við komum út vestan við Álftadal sá-
um við tvo jeppa koma á móti okkur. Þar var
korninn fyrrnefndur Þórhallur Jónsson og
með honum Davíð Guðlaugsson, bróðir Ár-
manns, en hann hafði komið í heimsókn í
Möðrudal. I hinum bílnum voru Benedikt
Sigurðsson frá Grímstungu og Víkingur
Guðmundsson frá Grundarhóli. Var ferð
þeirra gerð vegna þess hve lengi við vorum
búnir að vera og óttaðist fólk að eitthvað
hefði komið fyrir bílinn okkar. Þeir komu
með heitt kaffi og nóg nesti, sem var kær-
kornið, þó sérstaklega kaffið. Meira gladdi
okkur þó að frétta að Geysir væri fundinn á
Bárðarbungu og öll áhöfnin á lífi og að leið-
angur væri kominn upp á jökul á leið að
flakinu. Kvöldið áður höfðu leiðangursmenn
tjaldað vestan undir Vatnajökli, vissulega
mikið vestar en við höfðurn tjaldað.
Við komunr heim síðdegis á miðvikudag,
eftir rúmlega tveggja og hálfs sólarhringa
fjarveru.
Það var að áeggjan félaga minna í þessari
för að ég hóf skrásetningu þessara ferða, sem
eru okkur öllum mjög eftirminnilegar, sér-
staklega þegar við sjáum og heyrum um all-
an þann fullkomna búnað til fjalla- og öræfa-
ferða sem nú er talinn nauðsynlegur. Fyrr á
tímum, þegar ferðast var um öræfin, oft af
illri nauðsyn, var búnaðurinn næsta fátæk-
legur og réð oft lukkan hvernig til tókst. Ull-
arnærföt voru þá enn í tísku og notuðu þeir
þau sem þoldu ull við líkamann, en það gat
eg aldrei, aðeins nærbuxur inn á milli buxna.
Við klæddumst allir íslenskum lopapeysum,
enda standa þær alltaf fyrir sínu. Yst klæða
vorum við í hettuúlpum, sem gæru var smellt
innan í. Þær voru rnjög hlýjar en þungar og
síðar á göngu. Skófatnaðurinn var mjög
sundurleitur. Sjálfur var ég á þeirra tíma
skíðaskóm, sem hægt var að ganga á skíða-
laus sem á skíðum. Einn okkar var á klof-
bússum, sem hann braut niður, ekki þægileg-
ur fótabúnaður í gönguferð. Ekki man ég
glöggt eftir skófatnaði hinna, en vafalaust
„Aðeins einn jeppi var til íMöðrudal, Willys, árg.
1946, sem Þórhallur Jónsson átti.“
hafa það verið lægri stígvél, eða gúmmískór,
því allt miðaðist við að vera þurr í fæturna.
Svefnpokarnir okkar voru þessir gömlu með
ullarkembunni, fyrirferðarmiklir og þungir
rniðað við dúnpokana nú lil dags. Eg hafði
poka sem fóðraður var með lambsgæru,
hann var rnjög þungur en ákaflega hlýr.
Tjaldið var 5 manna, saumað úr segldúk, án
botns, með trémæni og tréuppistöðum, bæði
þungt og fyrirferðarmikið. Allt þetta bárum
við á sjálfum okkur. í dag þætti þetta óhugs-
andi.
Leiðir skildu fljótlega með okkur félög-
um. Ármann og Stefán fluttust til Reykjavík-
ur og hafa verið búsettir þar til fjölda ára.
Jón JJaraldsson tók við búi móður sinnar á
Einarsstöðum í Vopnafirði og byggði þar
upp. Hann er nú bóndi í Teigi í sömu sveit,
en þaðan er kona hans. Sjálfur var ég við
búskap í Möðrudal í 6 ár, en þaðan er kona
mín. Síðar keyptum við Víðihól og bjuggum
þar í 13 ár eða þar til við fluttum til Akureyr-
ar. Þar starfaði ég lengst af á Sambandsverk-
smiðjunum. Nú erum við búsett á Egilsstöð-
um.
Læt ég nú lokið þessum þætti úr gömlum
minningum og vona að einhver hafi gaman
af lestri þeirra.
35