Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 50

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 50
Múlaþing 4. mynd. I brúnum Hlíðarfjalla ofan Torfastaða- mela eru sundurlaus bergstykki í skálarbrúninni og brýtur frostið þau fram eitt aföðru. Grjótið hrynur niður í urðina er sígur hægtfram. Ljósm. Agúst Guðmundsson. Þegar kemur út á fjallgarðana beggja vegna Böðvarsdals verða sífellt meira áber- andi jarðmyndanir sem falla inn í flokkun- arkerfi sem sett hafa verið fram um land- myndanir á íslausum frerasvæðum. Því eru til hagræðis birtar hér töflur yfir umhverfis- aðstæður og landmyndanir á íslausum frera- svæðum. Töflurnar voru upphaflega unnar af A.L. Washbum 1979 og endurgerðar af Summerfield 1991. Þar em töflumar í einu lagi en hér er þeim skipt í tvo hluta til ein- földunar. I töflunum eru talin upp helstu jarðfræðileg einkenni á jökulvana frera- svæðum. Landmótunarferli á jökulvana frerasvæðum Hér á eftir fer umfjöllun urn 1. töflu. og verður fyrst vikið að landmótunarferlum er fylgja frostvirkni. Frostfleygun (frost wedging) er virk í efsta hluta fjallanna og veldur hún hruni úr skála- og fjallabrúnum (4. mynd). Frost- fleygun sést í víðum sprungum, upp af gmnnri skál er nefnist Sauðárskarð, ofan við Sleðbrjótssel í Jökulsárhlíð. Þar sýnast bergflekar vera að mjakast til við snjófyllt- ar sprungur. Slík spmngumyndun er þekkt á nokkmm stöðum Austanlands svo sem við innanverðan Fljótsdal. Frostlyfting og þrýstingur til hliðanna (frost heaving and thrusting) kemur fram í þykkri frostsprengdri og upplyftri urðar- þekju sem þekur allan háhrygg fjallanna frá liðlega 1200 m y.s. á Smjörfjöllum, lækk- andi til norðausturs í 400-500 m y.s. í Vind- fellsfjalli, Búri og Fagradalsfjöllum. Frostmolnun (permafrost cracking) verður þar sem berggrunnur er opinn fyrir frosti eða hitabreytingum. Fljótlega mynd- ast þó þekja úr lausefni sem hlífir berg- grunninum og girðir fyrir frekari molnun. Frostmjak (frost creep) verður þar sem frostveðruð urð með ísmyndun í innri hluta fer að síga undan halla. Virkt frostmjak er að sjá í urðarbingjum undir vesturbrúnum Smjörfjalla og víðar. Slíkt frostsil virðist hafa verið algengt í urðarbingjum undir skálabrúnum hátt í Krossavíkurfjöllum og í daladrögum er liggja að Böðvarsdal. Sam- kvæmt ummerkjum virðast sumir þessara bingja á hreyfingu nú en fleiri sýnast hafa verið virkir við kaldara loftslag fyrr á tíð. Seigjuflæði (gelifluction) á sér stað þar sem lausveðruð jarðefni síga undan halla. Slíkt seigjuflæði getur verið tímabundið og endurtekið sig, til dæmis við breytilegar jarðvatnsaðstæður í lausefninu eða á mörk- um þeirra og berggrunns. Slíkt seigjuflæði getur tekið við af frostmjaki eftir að frost fer úr efninu. Veðrun og rof vegna leysingarvatns (nivation) verður til dæmis í skálarbotnum þar sem fínefni skolast (flyst) fram í lækj- um. Þetta getur oft leitt til hjallamyndunar í háfjöllum eða hlíðum og mótað fótfestu fyrir urðar- og skálarjökla. 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.