Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 51
Eyjar í jökulhafi - Smjörfjallgarður
Vindáhrif (wind acti-
on) eru sívirk við flutning
efnis og brottnám þess úr
fjalllendi. Vindáhrif eru þó
miklu virkari á láglendi
þar sem gnótt er fínefna
t.d. úr jökulár- og fokseti
og getur það safnast fyrir í
miklu magni.
Af þeim sjö þróunar-
ferlum sem lýst er hér að
framan, má sjá í fyrstu
töflu, að fimm þeirra eru
talin vera mikilvirkust á
fjöllum frerasvæða en það
eru; frostfleygun, frostlyft-
ing, frostmjak, seigjuflæði
og veðrun vegna frosts og
leysingarvatns.
5. mynd. Þykkir frostveðraðir urðarbingir sígafram úr austurbrúnum
Krossavíkurfjalla ofan Gljúfursárdals. Ljósm. Agúst Guðmundsson.
Landmyndanir á jökulvana
frerasvæðum
Fjölmargir sem rannsakað hafa land og
jörð þar sem sífrera er að finna hafa séð að
ákveðið (tiltekið) kerfi landmyndana eða
landforma finnst á þeim slóðum. Önnur
tafla er unnin af Summerfield 1991 og þar
eru taldar upp landmyndanir er gjaman
myndast á jökulvana frerasvæðum. Síðar
verður getið hvar slíkar jarðmyndanir er að
finna í Smjörfjallgarði.
Einn dálkur í 1. töflu er skyggður en
hann tekur yfir hálend kaldtempruð (sub-
polar) svæði. Þessi dálkur á við um aðstæð-
ur í fjalllendi á útkjálkum íslands.
Ýmsar tegundir landforma eru einkenn-
andi fyrir frerajörð. Má í stórum dráttum
skipta þeim í tvo flokka. í fyrri flokkinn má
taka reitaða jörð með ýmsum afbrigðum,
svo sem hringjum og tíglum, eða röstum og
línum þar sem halli gefur tilefni til skriðs (í
efninu). Þetta er aðallega afurð frostlyft-
ingar og þrýstings. (Ekki er nauðsyn á sífr-
era til að mynda þessi form). Vetrarfrost
getur þó einnig leitt til flestra þeirra en sífr-
eri eykur þó mjög á myndugleika reita-
myndunar.
Af 8 atriðum sem tilgreind eru í 2. töflu
undir reituð jörð, eru fimm talin vera mjög
algeng í fjalllendi á kaldtempruðum svæð-
um en það eru; flokkaðir hringir, litlir marg-
hymingar (melatíglar) bæði óflokkaðir og
flokkaðir og svo litlar sem stórar rendur
(samstofna melatíglum) þar sem gætir
skriðs (undan halla). I fjallgarðinum á milli
Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar er að finna
margar gerðir reitaforma svo sem tígla,
marghyminga og rendur þar sem grjót hef-
ur aðgreinst frá meginhluta aursins. Falla
þær jarðmyndanir fyllilega að flokkunar-
fræði 2. töflu og finnast í þeirri tíðni sem
vænta má samkvæmt töflunni.
Öðrum jarðmyndunum á frerajörð skip-
ta Washbum og Summerfield (samkvæmt 2.
töflu) í 11 flokka. Sex þeirra eru taldir al-
49