Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 56
Múlaþing
Myndun frerasilshjalla
(cryoplanation terraces)
í berggrunní meö mikinn bergstyrk
Ferlinu er skipt í þrep og örvarnar benda á
hvar roföflin vinna á berggrunninum.
Frerosilshjallar bugðast og mynda vísi að skálum sem
skálarjöklar og urðarjöklar taka við að dýpka og auka
10. mynd. Myndun frerasilshjalla í berggrunni
með mikinn brotstyrk.
mæli ofantil í fjallgarðinum. Þar sem jökl-
ar lágu að hlíðum, hreinsuðu þeir lausefni
frá en ofan þeirra hafa gaddfreðnir laus-
efnahaugar getað staðið mjög bratt. Við
loftslagssveiflur undir lok síðasta jökul-
skeiðs hefur þiðnun á ís og efni ásamt skriði
vegna aukins raka í efninu skapað forsend-
ur fyrir sili á lausveðruðum urðarbingjum
niður hlíðamar, niður á svæði er áður var
hulið jökli. A grundvelli slíkra jarðforma
má geta sér til um líklega útbreiðslu jökla í
og við fjallgarðinn skömmu fyrir lok síðasta
jökulskeiðs.
A 8. mynd er sett fram tilgáta um hvem-
ig gæti hafa verið umhorfs í fjallgarðinum
undir lok síðasta jökulskeiðs eða nálægt því
framrásarstigi sem kennt hefur verið við
fossinn Búða í Þjórsá eða Búðastig. Arni
Hjartarson o. fl. (1981) hafa skilgreint
framrásarstig jökla á Austurlandi og nefna
það daljöklastig. í Vopnafirði er framrás
þessi í dölum innan við Burstafell.
Þorsteinn Sæmundsson (1995) hefur
kortlagt laus jarðlög og jökulhörfun í
Vopnafirði. Hann telur að á Búðastigi hafi
jökulsporður legið út Vopnafjarðarhérað, út
fyrir núverandi sandströnd við Vopnafjarð-
arkauptún. Ekki hefur verið gerð ítarleg at-
hugun á ummerkjum um frambrún jökul-
tungunnar sem gekk út Hérað á Búðastigi.
Ámi Hjartarson o. fl. (1981) telja að á dal-
jöklastigi hafi jökultunga gengið fram
Fljótsdalshérað og sveigt fyrir Heiðarenda.
Með samanburði við það sem að ofan er
sagt um misræmi á daljöklastigi og Búða-
stigi í Vopnafirði, má ætla að á Búðastigi
hafi jökultunga gengið alllangt út með Hlíð-
arfjöllum að Héraðsflóa.
Urðabingir í fjallahlíðum
Ekki verður skilið við fjallgarðinn milli
Vopnafjarðar og Héraðs án þess að minnast
á hina miklu urðarbingi sem þar hvíla víða
neðantil í hlíðum. Ef betur er að gáð má
einnig sjá svipaða bingi allvíða í háfjöllum
(sjá 3. mynd). Mestir em bingirnir undir
Krossavíkurfjöllum, í Böðvarsdal og í Jök-
ulsárhlíð. Hafa urðarbingirnir fram til
þessa verið flokkaðir sem berghlaup er
hrunið hafi fram úr föstum berggrunni fjall-
garðsins á örskotsstund. í háfjöllum eru
samskonar bingir virkir urðarjöklar (þela-
urðir) og verður vikið að þeim síðar.
Krossavíkurfjöll
Undir Krossavíkurfjöllum, frá Refsstað
út undir Krossavík, eru mjög áberandi urð-
arbingir. Standa þeir undir bröttum hömr-
óttum hlíðum. Frá Krossavík inn að Skjald-
þingsstaðaá hafa þessir bingir verið greind-
ir sem berghlaup utan urðirnar sem liggja
54