Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 56

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 56
Múlaþing Myndun frerasilshjalla (cryoplanation terraces) í berggrunní meö mikinn bergstyrk Ferlinu er skipt í þrep og örvarnar benda á hvar roföflin vinna á berggrunninum. Frerosilshjallar bugðast og mynda vísi að skálum sem skálarjöklar og urðarjöklar taka við að dýpka og auka 10. mynd. Myndun frerasilshjalla í berggrunni með mikinn brotstyrk. mæli ofantil í fjallgarðinum. Þar sem jökl- ar lágu að hlíðum, hreinsuðu þeir lausefni frá en ofan þeirra hafa gaddfreðnir laus- efnahaugar getað staðið mjög bratt. Við loftslagssveiflur undir lok síðasta jökul- skeiðs hefur þiðnun á ís og efni ásamt skriði vegna aukins raka í efninu skapað forsend- ur fyrir sili á lausveðruðum urðarbingjum niður hlíðamar, niður á svæði er áður var hulið jökli. A grundvelli slíkra jarðforma má geta sér til um líklega útbreiðslu jökla í og við fjallgarðinn skömmu fyrir lok síðasta jökulskeiðs. A 8. mynd er sett fram tilgáta um hvem- ig gæti hafa verið umhorfs í fjallgarðinum undir lok síðasta jökulskeiðs eða nálægt því framrásarstigi sem kennt hefur verið við fossinn Búða í Þjórsá eða Búðastig. Arni Hjartarson o. fl. (1981) hafa skilgreint framrásarstig jökla á Austurlandi og nefna það daljöklastig. í Vopnafirði er framrás þessi í dölum innan við Burstafell. Þorsteinn Sæmundsson (1995) hefur kortlagt laus jarðlög og jökulhörfun í Vopnafirði. Hann telur að á Búðastigi hafi jökulsporður legið út Vopnafjarðarhérað, út fyrir núverandi sandströnd við Vopnafjarð- arkauptún. Ekki hefur verið gerð ítarleg at- hugun á ummerkjum um frambrún jökul- tungunnar sem gekk út Hérað á Búðastigi. Ámi Hjartarson o. fl. (1981) telja að á dal- jöklastigi hafi jökultunga gengið fram Fljótsdalshérað og sveigt fyrir Heiðarenda. Með samanburði við það sem að ofan er sagt um misræmi á daljöklastigi og Búða- stigi í Vopnafirði, má ætla að á Búðastigi hafi jökultunga gengið alllangt út með Hlíð- arfjöllum að Héraðsflóa. Urðabingir í fjallahlíðum Ekki verður skilið við fjallgarðinn milli Vopnafjarðar og Héraðs án þess að minnast á hina miklu urðarbingi sem þar hvíla víða neðantil í hlíðum. Ef betur er að gáð má einnig sjá svipaða bingi allvíða í háfjöllum (sjá 3. mynd). Mestir em bingirnir undir Krossavíkurfjöllum, í Böðvarsdal og í Jök- ulsárhlíð. Hafa urðarbingirnir fram til þessa verið flokkaðir sem berghlaup er hrunið hafi fram úr föstum berggrunni fjall- garðsins á örskotsstund. í háfjöllum eru samskonar bingir virkir urðarjöklar (þela- urðir) og verður vikið að þeim síðar. Krossavíkurfjöll Undir Krossavíkurfjöllum, frá Refsstað út undir Krossavík, eru mjög áberandi urð- arbingir. Standa þeir undir bröttum hömr- óttum hlíðum. Frá Krossavík inn að Skjald- þingsstaðaá hafa þessir bingir verið greind- ir sem berghlaup utan urðirnar sem liggja 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.