Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 69
Haugbúinn
við Þórisá
Hrafnkell A. Jónsson
Kumlfundurinn við Þórisá í Skriðdal
hefur komið fomri byggð á Austur-
landi í sviðsljósið. Sögufróðir ís-
lendingar hafa sett fram margvíslegar get-
gátur um nafn haugbúans og frændur okkar
Norðmenn sáu á okkur snöggan blett og
ætla sér að hefna Smuguveiða og annarra
þeirra atvika, sem borið hefur á milli þjóð-
anna allt frá dögum Haraldar hárfagra, með
því að eigna sér gripinn.
Það var með nokkurri eftirvæntingu sem
ég gerði mér ferð að Þórisá í Skriðdal á sól-
skinsbjörtum haustdegi 1995. Ég varð svo
sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hvílu-
staður haugbúans er greinilega engin tilvilj-
un. Hann er á holti við ána. Norðurbyggð
Skriðdals blasir við og útsýni til Þingmúl-
ans er tignarlegt. Hver svo sem hann var
þessi heiðursmaður, sem þama var heygður,
þykir mér einsýnt að hann hefur verið stór-
bóndi og búið í Skriðdal, eða á ofanverðu
Fljótsdalshéraði, og hvílir þar sem hann sér
yfir lendur sínar og heilög (?) fjöllin; Þing-
múli og Hallbjamarstaðatindur með Goða-
borg blasa við.
Kumlið er í landi Eyrarteigs í Skriðdal.
1 Sveitir og jarðir í Múlaþingi, II. bindi, bls. 84.
2 Íslensk fornrit XXXIV, Landnáma, bls. 296.
8 íslenskfornrit XXXIV, Landnáma, bls. 296.
4 Islenskfornrit XXXIV, Landnáma, bls. 295-297.
Gegnt Eyrarteigi eru bæimir Mýrar, Lyng-
hóll og Geirólfsstaðir. Lynghóll er nýbýli
frá Geirólfsstöðum, byggt eftir miðja þessa
öld1. Utan Þórisár em Sandfellsbæimir, en
innan við Eyrarteig eru Amhólsstaðir.
Austurland er nokkuð utan garðs í fom-
um heimildum og er svo allt frá Landnámu
og til þeirra bréfa sem birt eru í hlensku
fornbréfasafni.
Landnáma getur þess eins að Brynjólf-
ur gamli Þorgeirsson hafi numið: „land fyr-
ir ofan fjall, Fljótsdal allan fyrir ofan
Hengiforsá fyrir vestan, en fyrir ofan Gilsá
fyrir austan, Skriðudal allan, og svo Völl-
una út til Eyvindarár“2. Landnám Brynjólfs
er víðáttumikið, enda fer svo að aðrir land-
námsmenn fá hjá honum land. Þannig er
sagt frá því að Ævar gamli, bróðir Brynj-
ólfs, hafi fengið allan Skriðdal að gjöf og
búið á Amaldsstöðum3. Graut-Atli Þórisson
nemur land í tilgreindu landnámi Brynjólfs
en Landnáma getur ekki um bústað hans4.
Landnáma nefnir síðan nokkra menn sem
vegna mægða við Brynjólf námu land í
landnámi hans. Ekki tilgreinir hún aðra
bæi í Skriðdal en Amaldsstaði.
67