Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 81
Eftirhreytur um Freyfaxahamar
á Aðalbóli eru sléttar grundir og eyrar að
ánni. Því hefur fræðimönnum löngum geng-
ið illa að koma þessari frásögn sögunnar
heim við staðhætti.
Skoðanir fyrri tíma fræðimanna
Árið 1872 ritaði Sigurður Gunnarsson
eftir athuganir á söguslóðunum:
Freyfaxahamar heitir nú innan við
Laugarhús, æði langt inn frá Aðalbóli.
Er annað tveggja, að Aðalból hafi staðið
ífornöld þar innfrá, nálœgt því sem nú
eru Faxa-örnefnin...eðr sagan mis-
hermir hér um för þeirra með Freyfaxa,
og er það líklegra... Munu Þjóstarssynir
hafafarið inn í dalinn til að skoða hross-
in og fargað Freyfaxa þar, sem enn er
nefndur Faxahamar (SG 1872, 455).
Kristian Kálund ferðaðist um Hrafnkels-
dal ári síðar en ritgerð SG birtist. Hann seg-
ir um Freyfaxahamar:
I denne angivelse af Freyfaksehammers
beliggenhed har dog sikkert indsneget
sig nogen unöiagtighed. Ud imod áen
vender intet steds nogen ejendommelig
hammer, og allermindst neden for tunet
pa Adalbol, hvor landet ud mod áen er
ganske fladt. En halv mils vej syd for
Adalbol findes derimod en klöft i lien
vest for áen ved navn Faxagil ... Her
synes det i og for sig rimeligt at antage
at Freyfakse er blevet nedstyrtet. Alm-
indelig antages dog ... at nogle
smáhamre nederst (yderst) i Faxagil er
Séð yfir Aðalbólsland í Hrafnkelsdal af Urðarteigsfjalli. Þar sem Hrafnkela fellur í krappri bugðu upp að
norðurfjalli fyrir utan Aðalból er Hústótt, beitarhús, þar upp af ganga grasi vaxnar torfur upp á hálsinn.
Hóll (Tobbhóll), fornar rústir, eru í Urðarteignum gengt Hústótt. Ljósm. Páll Pálsson.
79