Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 84
Múlaþing
amar og Freyfaxahamar. Leitaði hann því
hamarsins nærri Aðalbóli og í svonefndri
Sveif skammt sunnan bæjarins fann hann
fjögurra metra hátt moldarbarð ekki langt
frá ánni og alldjúpan hyl í ánni framundan.
Oð Macrae-Gibson út í hylinn uns áin tók
honum í mitti, en hætti sér þá ekki lengra.
Taldi hann hugsanlegt að árbakkinn hefði
náð lengra fram á tíma sögunnar og ef
meira vatn hefði verið í ánni en þegar hann
var þar, þá hefði að hans áliti vel mátt
drekkja hesti á þessum stað. Þá taldi M-G
ekki útilokað að þama hefði eitt sinn verið
klettur sem áin hefði eytt:
...or perhaps that there was a rocky out-
crop here before erosion caused it tofall
into the stream (M-G 1975-6, 250-251).
Onákvæmni ritara?
I bókinni Uppruni og þema Hrafnkels
sögu sem út kom árið 1976 vrkur Oskar
Halldórsson að Freyfaxahamri, sem hann
segir ekki glöggt staðsettan í sögunni. Vitn-
ar hann í þann mismun handrita, A og D sem
rakinn var hér framar og segir síðan:
Báðir textarnir geta verið afbakaðir.
Engar líkur eru á að skrifarar hafi þekkt
til í dalnum því að handrit þau sem hér
um ræðir eru komin afsuður- og norður-
landi. Því er ónák\>œmni sú sem hér kem-
ur fram líklegri til að vera sök ritara en
höfundar (ÓH 1976, 40-41).
OH er sammála Sigurði Vigfússyni um
að afbökun handrita sé síðari tíma afriturum
að kenna. I framhaldi víkur hann sérstaklega
að rannsókn Macrae-Gibsons og segir:
Eftir áðurnefnda könnun þótti Macrae
Gibson sennilegast að með Freyfaxa-
hamri væri átt við lítinn klett við Hrafn-
kelu litlu innar en Aðalból stendur nú,
þótt sum atriði þar að lútandi séu vafa-
mál (ÓH 1976, 41).
Hvar var Aðalból sögunnar?
Næst er vikið að Freyfaxahamri í blaða-
viðtali við Oskar Halldórsson og Sveinbjöm
Rafnsson árið 1980:
fílrn: Nú hefur verið deilt um örnefni eins
og Freyfaxahamar.
Sveinbjörn: Já, Sigurður Vigfússon vildi
hafa hann við svokallað Faxagil, sem er
skammt fyrir ofan Aðalból, en Jón Jó-
hannesson taldi hugsanlegt að landslag
sem lýst væri í sögunni við Freyfaxaham-
ar vœri í Glúmsstaðadal, sem er afdalur
frá Hrafnkelsdal. Annars staðar væru
ekki hamrar fram í ár. Það er nú samt
hamar þarna á einum stað fram með
Hrafnkelu, sem rennur eftir Hrafnkels-
dal.
Blm: Þú hefur einnig nefnt, Óskar, að
orðalagsmunur sé í handritum sögunn-
ar. I einu handriti sé þannig til orða tek-
ið að Freyfaxahamar sé fram með ánni.
Getur það átt við þennan hamar, sem þú
nefndir, Sveinbjörn?
Sveinbjörn: Landslagið mælir ekki í
gegn því þó að margt sé mögulegt í þess-
um efnum.
Óskar: Mig langar til að spyrja Svein-
björn um eitt. Hvernig voru staðhættir
fyrir ofan þennan hamar?
Sveinbjörn: Þar er bæjarrúst.
Óskar: Já, í Hrafnkelssögu stendur:
‘Þeir leiða nú hestinn ofan eptir vellin-
um.’ Völlur er tún. Hvergi stendur í sög-
unni að þetta hafi endilega verið heima á
Aðalbóli. Einnig stendur í sögunni að
þar fyrir framan hafi verið hamar við
82