Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 85
Eftirhreytur um Freyfaxahamar
ána og í henni hylur djúpur. Er þetta
ekki svona?
Sveinbjörn: Jú, það stendur heima“
(Þjv. 13.-14. sept. 1980,10).
Eins og Sveinbjöm Rafnsson nefnir í
blaðaviðtalinu þá viðraði Jón Jóhannesson
á sínum tíma þá hugmynd, að Aðalból
Hrafnkels sögu Freysgoða gæti hafa verið
á Glúmsstaðadal og sagði um það m.a. er
hann ræddi staðhætti umhverfis Aðalból:
mér þá eigi komið til hugar sú lausn á
málinu, að Aðalból sögunnar hefði ver-
ið þar. Get ég því eigi sagt um, hvernig
þar er umhorfs við ána, og eigi heldur,
hvort „grasgeilar“, hinar svonefndu
Hrossageilar, ganga þar „í heiðina
upp“, enda hefir enginn, sem ég hefi
spurt, getað frœtt mig um það. Er hér
því einungis um tilgátu að rœða, og þarf
að sannprófa hana við fyrsta tækifœri
(JJ 1949, LI-LII).
Hins vegar má koma öllu nokkurn veg-
inn heim, ef Aðalból sögunnar hefur
staðið frammi í Glúmsstaðadal að vest-
anverðu, ...
Því miður gat ég eigi komið því við að
fara inn að Glúmsstaðaseli, enda hafði
Tilgáta Jóns Jóhannessonar hefur ekki
verið sannprófuð á þeim tæpum fimmtíu
árum sem liðin eru frá því að hann setti
hana fram, enda mun torvelt að koma stað-
háttum á þessum slóðum að nokkru marki
heim við það sem í sögunni segir, einkum
Eyvindardalur á Fljótsdalsheiði. Þóriskvísl í vinstra horni ogfellur hún í Eyvindará. Sér ífjallshala
'étra-Eyvindarfjalls. Bersagötur lágu utan í halanum yst. Eyvindartorfa „blásin mjög“ er nú með öllu
fokin! Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson haust 1982.
83