Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 86
Múlaþing að því er varðar „geilarnar“, „fjallið" og brattlendi að baki bæjarins. Fræðimenn hafa ekki rennt stoðum undir þessa tilgátu á síðari tímum. Ekki er fullljóst samkvæmt blaðaviðtal- inu hvort þeir Sveinbjöm og Óskar hugsa sér Aðalból sögunnar þar sem Aðalból er nú eða hvort þeir hugsa sér að það hafi ver- ið þar sem umræddar rústir eru í grennd við hamarinn við Hrafnkelu. Laugarhús Arið 1990 kom út bókin Byggðarleifar í Hrafnkelsda! og á Brúardölum eftir Svein- bjöm Rafnsson. Þar segir m. a. í niður- stöðukafla: Meginatriði er að ekki er sennilegt að óslitin geymd sé handan nokkurs örnefnis í dalnum nema eins. Petta eina örnefni sem hefur getað tórt í dalnum alltfrá miðöldum er Laugarhús ... Eng- inn veit nú með vissu hvar setja skal niður önnur örnefni sögunnar: Aðalból, Hól, Leikskála, Freyfaxahamar o. s. frv. “ (SR 1990,102).' Sveinbjörn segir að eina ömefni Hrafn- kels sögu sem lifað hafi allt frá miðöldum í Hrafnkelsdal sé Laugarhús. Það er öldung- is rétt að Laugarhús er örnefni í Laugar- húsanesi austan Hrafnkelu á milli Aðalbóls og Faxahúsa og þar hafa sannanlega verið einhver hús þegar á söguöld. En sá hængur er á, að samkvæmt þremur aðalhandritum sögunnar, A, B og C hafa Laugarhús Hrafn- kels sögu ekki staðið þama, en í þessum handritum öllum segir um Laugarhús: Það er við Hrafnkelsdal. I þessum handritum er þannig beinlínis tekið fram, að Laugarhús sögunnar hafi ekki verið í sjálfum Hrafn- kelsdalnum, heldur í grennd við hann. I einu handriti sögunnar, D = AM 55 lc, 4to, segir hins vegar að Laugarhús séu í Hrafn- kelsdal. Rétt er að líta á helstu rök fyrir því hvor rithátturinn sé líklegri til að vera upp- runalegur. Orðalagið við Hrafnkelsdal er óvenjulegt og bendir til þess að sá sem færði það í letur upphaflega hafi séð sér- staka ástæðu til að taka skýrt fram að þau Laugarhús sem hann var að segja frá væru ekki í sjálfum Hrafnkelsdalnum. Þess hlaut að vera því meiri þörf fyrir þá sök að í Hrafnkelsdal voru frá öndverðu Laugarhús. En sagnaritarinn, höfundurinn, er einmitt að segja lesendum sínum og áheyrendum að hann eigi ekki við þau Laugarhús. Það er síðan mjög eðlilegt að villa komi inn í síð- ari afskriftir þar sem að því er best verður séð hefur verið um að ræða tvenn Laugar- hús, önnur í grennd við Hrafnkelsdal en hin í sjálfum dalnum. Hér er rétt að benda á, að í útgáfu Svarts á hvítu af Hrafnkels sögu sem þó styðst við D stendur að Laugarhús séu við Hrafnkelsdal (Hrafnkels saga Freysgoða 1987, 1398, sbr. lvii). Sveinbjöm víkur sérstaklega að vægi handrita sögunnar og segir í því sambandi: Mergurinn málsins er, eins og Hermann Pálsson hefur bent á, að handritið AM 55lc, 4to er „... upprunalegra að mörgu leyti en handritin í hinum flokkunum. “ og enn telur Hermann að hinar ýtarlegu staðarlýsingar handritsins „... munu tví- mælalaust vera upphaflegar, en í öðrum handritum eru þœr styttar. “ Sýnir hann þetta með fáeinum textadœmum” SR 1990,101-102). „Staðfræðivillan“ Rétt er að líta á þessi textadæmi. Her- mann segir í bók sinni Hrafnkels saga og Freysgyðlingar árið 1962: 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.