Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 90
Múlaþing um set og sögusviðið allt færist innar í Hrafnkelsdalinn. Þessa tilgátu þarf að meta með hliðsjón af öðrum staðháttalýsingum sögunnar. I staðháttalýsingum er Hrafnkels saga Freysgoða nákvæm um sumt, en annað er fullkomlega á reiki (JHA 1991, 12-26). Lýsingin á aðförinni að Hrafnkatli er mjög nákvæm og kemur einkar vel heim við stað- hætti miðað við að Aðalból sögunnar hafi verið á sama stað og nú er (AJ 1951, 8). Hins vegar hef ég aldrei komið auga á að sú lýsing kæmi heim við aðra staði í Hrafn- kelsdal eða á Glúmsstaðadal. Þetta má rök- styðja með orðum sögunnar sjálfrar. Ég gríp hér niður í textann þar sem segir frá för Sáms og Þjóstarssona frá Þingvöllum og í Hrafnkelsdal: ... þeir koma f nætrelding í Jökulsdal, fara yfir brú á ánni, ok var þetta þann morgin er féránsdóm átti at heyia. Þá spyrr Þorgeirr hversu þeir mœtti helzt á óvart koma. Sámr kvazk mundu kunna ráð til þess. Hann snýr þegar af leiðinni ok upp á múlann ok svá eptir hálsinum milli Hrafnkelsdals ok Jökulsdals, þar til er þeir koma útan undir fjallit er bærinn stendr undir niðri á Aðalbóli. Þar gengu grasgeilar í heiðina upp, en þar var brekka brött ofan í dalinn ok stóð þar bærinn undir niðri (Hrafnkels saga Freysgoða 1959, 23). Það landslag sem lýst er í þessum orðum sögunnar kemur í öllum atriðum mjög vel heim við landslag umhverfis Aðalból þar sem sá bær stendur nú. Fjallið með toppn- um, Fjallskollinum, á bak við Aðalbólsbæ- inn er eina fjallið sem um er að ræða á háls- inum vestan Hrafnkelsdalsins og grastorf- umar sem teygjast upp á hálsinn norðan Fjallskollsins eru sýnilegar enn í dag. Brekkan upp af bænum er snarbrött frá fjallsbrún og niður á tún. Þess má geta, að í D er lögð sérstök áhersla á að draga fram brattlendið að baki bæjarins og svofelld viðbót höfð eftir Sámi í Hrossageilum: „mun oss þá skjótt at bera ef vær förum eigi með hestana, en brattlendi mikit“ (Hrafnkels saga Freysgoða 1959, 23, nmgr,). Helstu niðurstöður Hér að framan hef ég rakið hugmyndir um Freyfaxahamar um rúmlega hundrað ára skeið. Það helsta sem fram hefur komið má draga saman í stuttu máli. Þegar farið var að huga að staðfræði Hrafnkels sögu og ömefnum á síðari hluta 19. aldar kom ósamræmi sögunnar við landslag hvað Freyfaxahamar varðar strax í ljós. Niður undan bænum á Aðalbóli var hvergi hamar við ána eins og ráða mátti af sögunni, en 5-6 kílómetrum innar í dalnum var bent á Freyfaxahamar eða Faxahamar. Sigurður Gunnarsson lét sér til hugar koma að Aðalból sögunnar hefði staðið á þeim slóðum, en taldi það þó ólíklegt. Kristian Kálund og Sigurður Vigfússon tóku þetta örnefni gilt og sá síðarnefndi áleit óná- kvæmni söguritarans eða afritara eiga sök á misræminu. Sigurður Nordal og Jón Jó- hannesson létu sér hins vegar staðsetningu Freyfaxahamars í léttu rúmi liggja. Þegar kemur fram yfir 1970 verður við- leitni til að koma sögunni heim við stað- hætti markvissari og beinist þá athyglin einkum að því hvar Freyfaxahamar kunni að hafa verið. Macrae-Gibson lagði sig fram um að samræma frásögn sögunnar af Hrossageilum og Freyfaxahamri og leitaði því hamarsins í grennd við Aðalbólsbæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.