Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 94
Múlaþing lömbin voru öll konrin þangað inn var vandlega gengið frá dyrunum og ánum hleypt út. Þær hlupu jarmandi kringum stekkinn og lömbin tóku undir við þær inni í lambastekknum. Það var meiri sorg- arjarmurinn bæði úti og inni í stekknum. Kl. 5-6 á morgnana var farið með mjólk- urskjólur á stekkinn, ærnar reknar í stekk- inn og mjólkaðar, því næst opnaður lamba- stekkurinn og öllu hleypt út. Æmar voru fljótar að finna lömb sín og rása á burt, en ef ær átti tvö lömb varð að gæta þess að hún fyndi þau bæði. Annars var lítið um að ær væru tvílembdar á þeim árum. Hrútlömb voru gelt á stekkjartímanum. Geldingarnir voru stirðir í gangi fyrst eftir geldinguna, en jöfnuðu sig fljótt'. Þegar búið var að stía í viku var fært frá. Byrjað var að reka æmar í stekkinn, mjólka þær og hleypa undir, en ærnar síðan passað- ar tvo til þrjá tíma nálægt stekknum, síðan reknar inn og lömbin látin í lambastekkinn. Því næst var ánum hleypt út og þær reknar með mannsöfnuði og hundagelti inn fyrir Nesbæ og staðið þar yfir þeim fram á kvöld að þær voru kvíaðar og mjólkaðar og ekki látnar út fyrr en búið var að mjólka morgun- inn eftir. Það var ekkert spaug að passa æmar tvo fyrstu dagana á meðan mesti óðurinn var á þeinr, þær voru brjálaðar að komast á stekk- inn til lambanna. Þegar búið var að reka ærnar burtu var opnað fyrir lömbunum og þeim lofað að hlaupa um stekkinn, eins og það var kallað, í tvo daga. A þriðja degi voru hrútlömb gelt og öll rekin norður Skriður og inn í Urðardal, sem er í Njarðvík skammt utan við Dyrfjöll. Þar var þeim sleppt. Þegar komið var af stað með lömbin frá stekknum var ánum gefinn laus taumurinn og þær allar á harða sprett út á stekk, en komu þar að tómum kofa. Eftir mikla leit og jarm í kringum stekkinn urðu þær róleg- ar, og þá voru þær reknar heim í kvíar með raunasvip. Fyrsta árið á Nesi minnir mig að pabbi hefði tæpar 40 ær í kvíurn og Armann á hinu búinu á milli 10 og 20. Æmar vom passaðar saman. Við Þura systir mín sátum yfir ánum tvo daga og Halldór Ármannsson einn dag. Það var í hlutfalli við ærtöluna. Þegar gott var veður höfðum við æmar fyr- ir ofan brún í fjallinu1 2. Okkur var tjáð að æmar mjólkuðu betur og meiri kostur yrði í mjólkinni ef æmar væru sem efst. Á morgnana var búið að mjólka æmar um tíuleytið og þær þá látnar renna upp Ytrihólinn og upp Tungumar. Þær fóru hægt og bítandi og við í humátt á eftir. Sumar æmar voru rennskæðar og óþægar, en aðrar latar og þægar. Venjan var að stöðva ærnar í Karlbotninum ofan við brún- ina og telja þær. Það var verið að telja þær af og til allan daginn, einkum ef þoka var. Því næst var haldið áfram út á Háukinn, en þar voru æmar yfirleitt þægar og gott að passa þær. Háakinn er yst á fjallinu og þver- hnípt af brúninni niður í sjó undir Skriðum. Æmar leituðu aldrei í klettana eða niður fyrir brún. Seinnipart dagsins höfðum við 1 Fráfœrur voru liðinn tími þegar eg var í æsku, en þó komfyrir að forystusauðarefni vœru gelt. Einu sinni var eg látinn aðstoða við geldinguna. Eg settist á jörðina með lambið milli fótanna, hélt því með annarri hendi en hafði hina á afturlöppunum. Síðan spretti geldingarmaðurinn á skinninu á pungnum á tveim stöðum, tók um eistun, ann- að í einu, og sleit þau úr. Þá jarmaði lambið af sársauka. Búið var að rýja ána og var henni síðan sleppt með lambið sem bar sig illa litla stund, en jafnaði sig skjótt. - A.H. 2 Brún og brýr kallaðist sjónarröndin frá bænum. Þarfyrir ofan er stœrðarflœmi, víða sœmilega grösugt í 300-400 m hœð. - A.H. 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.