Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 94
Múlaþing
lömbin voru öll konrin þangað inn var
vandlega gengið frá dyrunum og ánum
hleypt út. Þær hlupu jarmandi kringum
stekkinn og lömbin tóku undir við þær inni
í lambastekknum. Það var meiri sorg-
arjarmurinn bæði úti og inni í stekknum.
Kl. 5-6 á morgnana var farið með mjólk-
urskjólur á stekkinn, ærnar reknar í stekk-
inn og mjólkaðar, því næst opnaður lamba-
stekkurinn og öllu hleypt út. Æmar voru
fljótar að finna lömb sín og rása á burt, en
ef ær átti tvö lömb varð að gæta þess að hún
fyndi þau bæði. Annars var lítið um að ær
væru tvílembdar á þeim árum.
Hrútlömb voru gelt á stekkjartímanum.
Geldingarnir voru stirðir í gangi fyrst eftir
geldinguna, en jöfnuðu sig fljótt'.
Þegar búið var að stía í viku var fært frá.
Byrjað var að reka æmar í stekkinn, mjólka
þær og hleypa undir, en ærnar síðan passað-
ar tvo til þrjá tíma nálægt stekknum, síðan
reknar inn og lömbin látin í lambastekkinn.
Því næst var ánum hleypt út og þær reknar
með mannsöfnuði og hundagelti inn fyrir
Nesbæ og staðið þar yfir þeim fram á kvöld
að þær voru kvíaðar og mjólkaðar og ekki
látnar út fyrr en búið var að mjólka morgun-
inn eftir.
Það var ekkert spaug að passa æmar tvo
fyrstu dagana á meðan mesti óðurinn var á
þeinr, þær voru brjálaðar að komast á stekk-
inn til lambanna. Þegar búið var að reka
ærnar burtu var opnað fyrir lömbunum og
þeim lofað að hlaupa um stekkinn, eins og
það var kallað, í tvo daga. A þriðja degi
voru hrútlömb gelt og öll rekin norður
Skriður og inn í Urðardal, sem er í Njarðvík
skammt utan við Dyrfjöll. Þar var þeim
sleppt.
Þegar komið var af stað með lömbin frá
stekknum var ánum gefinn laus taumurinn
og þær allar á harða sprett út á stekk, en
komu þar að tómum kofa. Eftir mikla leit
og jarm í kringum stekkinn urðu þær róleg-
ar, og þá voru þær reknar heim í kvíar með
raunasvip.
Fyrsta árið á Nesi minnir mig að pabbi
hefði tæpar 40 ær í kvíurn og Armann á
hinu búinu á milli 10 og 20. Æmar vom
passaðar saman. Við Þura systir mín sátum
yfir ánum tvo daga og Halldór Ármannsson
einn dag. Það var í hlutfalli við ærtöluna.
Þegar gott var veður höfðum við æmar fyr-
ir ofan brún í fjallinu1 2.
Okkur var tjáð að æmar mjólkuðu betur
og meiri kostur yrði í mjólkinni ef æmar
væru sem efst.
Á morgnana var búið að mjólka æmar
um tíuleytið og þær þá látnar renna upp
Ytrihólinn og upp Tungumar. Þær fóru
hægt og bítandi og við í humátt á eftir.
Sumar æmar voru rennskæðar og óþægar,
en aðrar latar og þægar. Venjan var að
stöðva ærnar í Karlbotninum ofan við brún-
ina og telja þær. Það var verið að telja þær
af og til allan daginn, einkum ef þoka var.
Því næst var haldið áfram út á Háukinn, en
þar voru æmar yfirleitt þægar og gott að
passa þær. Háakinn er yst á fjallinu og þver-
hnípt af brúninni niður í sjó undir Skriðum.
Æmar leituðu aldrei í klettana eða niður
fyrir brún. Seinnipart dagsins höfðum við
1 Fráfœrur voru liðinn tími þegar eg var í æsku, en þó komfyrir að forystusauðarefni vœru gelt. Einu sinni var eg
látinn aðstoða við geldinguna. Eg settist á jörðina með lambið milli fótanna, hélt því með annarri hendi en hafði
hina á afturlöppunum. Síðan spretti geldingarmaðurinn á skinninu á pungnum á tveim stöðum, tók um eistun, ann-
að í einu, og sleit þau úr. Þá jarmaði lambið af sársauka. Búið var að rýja ána og var henni síðan sleppt með
lambið sem bar sig illa litla stund, en jafnaði sig skjótt. - A.H.
2 Brún og brýr kallaðist sjónarröndin frá bænum. Þarfyrir ofan er stœrðarflœmi, víða sœmilega grösugt í 300-400
m hœð. - A.H.
92