Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 96
Múlaþing
Henni var lógað um haustið. Eg átti undan
Botnu svarta, veturgamla á sem mamma gaf
mér lambið, og varð hún formóðir að mín-
um fjárstofni. Jón átti svarta forystuá
gamla, hún var þetta haust með svartan hrút
sem settur var á vetur og talsvert notaður.
Pabbi byggði upp fjárhúsið niðri á tún-
inu og hafði í því 40 ær. Ekki setti hann
grindur í húsið, á þessum árum þekktist það
naumast og var því erfitt að halda skepnum
þokkalegum, einkum ef fé fór að sjó eða
mikið rigndi. Þá hripláku húsin og í þeim
vellandi for. Fyrsta veturinn á Nesi minnir
mig vera settar á vetur 70-80 kindur, 3 kýr
og 4 hestar.
Það átti að lóga Illurauðku, en Margrét í
Geitavík fékk hana í skiptum fyrir Bleik
sinn sem var orðinn gamall og aflóga.
Pabbi slátraði Bleik, og var það fyrsti hest-
ur sem borðaður var á okkar heimili. Þótti
öllum gott kjötið nema mömmu, hún hafði
viðbjóð á því og gat aldrei borðað hrossa-
kjöt. Ólína, húsfreyja í frambænum, var
eins, henni bauð við hrossakjöti og vildi
ekki matreiða það, en fólki hennar þótti gott
að bragða það hjá okkur, einkum krökkun-
um.
Margréti gekk vel með Illurauðku þó
hún væri stygg og hrekkjótt. Hún ól undan
Rauðku rauðan fola sem varð stór og falleg-
ur hestur. Jóhannes Kjarval var þá ungling-
ur í Geitavík hjá fóstra sínum og móður-
bróður. Hann málaði mynd af Rauðku með
folann og gaf Margréti. Þegar Margrét fór
alfarin frá Geitavík á gamals aldri gaf hún
mér myndina. Hangir myndin síðan í stof-
unni á Nesi4.
Eg hef tilnefnt hana nafna mínum í
Framnesi eftir minn dag.
Kjarval var uppalinn í Geitavík eins og
kunnugt er. Hann var 14 eða 15 ára þegar
4 NúíFramnesi. A.H.
við komum í Nes og alltaf kallaður Jói í
Geitavík. Hann var hár og grannur og mjög
fríður í andliti. Hann þótti þungur til vinnu,
var ærsmali fyrst þegar ég man eftir honum.
Honum þótti leiðinlegt að passa ær. Stund-
um á sunnudögum kom Jói í Nes að gamni
sínu og tók þátt í leikjum með Neskrökkum.
Eitt sinn kom hann með harmoniku sem
honum hafði verið gefin. Það var fyrsta
hljóðfæri sem eg sá og heyrði í. Okkur
krökkunum þótti mikið gaman að heyra Jóa
spila á þetta hljóðfæri.
Andrés Guðmundsson frændi minn var
tveimur árum eldri en eg. Hann ólst upp í
Geitavík hjá föðurbróður sínum Andrési
Jónssyni og Þórunni konu hans. Annar
drengur ólst upp í Geitavík, þremur árum
eldri en eg, hjá móður sinni Sigríði. Þessi
drengur var Sigurður Einarsson, síðan í
Merki. Þeir Andrés og Siggi urðu leikbræð-
ur mínir eftir að ég kom í Nes. Við vorum
mikið meðfram sjónum þegar gott var, með
báta og skip á pollum og lónum. Þegar fjara
var vorum við út um allar flúðir og sker að
leita að rauðmögum á vorin og tína bobba
og skeljar. Mér þótti fjarska gaman að
grúska við sjóinn, ganga á reka og tína upp
spýtur og fleira sem barst á land. Mikið var
af fugli með fram öllu Neslandi, þó einkum
af æðarfugli á vorin bæði fyrir og eftir varp-
Myndin til hœgri er af „Jóa í Geitavík“.
Ingimundur hróðir hans tók hana. Aftan á mynd-
ina hefur Kjarval skrifað línurnar hér að ofan.
94