Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 109
Bernsku- og æskuár í Borgarfirði
Börn Andrésar og Valgerðar. Talin frá vinstri: Anna Þuríður (dó 12 ára), Baldur (fóstursonur), Skúli,
Vilborg, Jón, Björgheiður og Björn.
legar heimasætur og góðar dömur voru líka
á Borgarfirði þessi árin, svo sem þær
Högnadætur Agústa og Guðrún, þær systur
í Uraníu Margrét og Lára Stefánsdætur,
Hvolssystur Guðný og Vilborg Vilhjálms-
dætur, Kristín Jónsdóttir á Gilsárvöllum,
Brúnavíkursystur Guðrún og Jóhanna
Filippusdætur, Sigurlaug Helgadóttir í
Njarðvík, María Þorkelsdóttir, Geirlaug Ár-
mannsdóttir og Hólmfríður og Þuríður
Björnsdætur á Nesi, í Húsavík Lukka Sig-
urðardóttir og á Dallandi Hólmfríður og
Anna Sveinsdætur. Allar þessar dömur
voru gjafvaxta um 1904. Upp úr því fóru
margar að staðfesta ráð sitt og tóku þá brátt
að gildna undir belti og þyngjast í dansi,
einnig að bindast við heimili og böm, en
nýjar blómarósir að vaxa upp með roða í
kinnum og vaxandi brjóst. Þær urðu kyn-
slóðin mín8 .
Haustið 1905 brann Bindindis- og skóla-
húsið með öllu sem í því var. Maður að
nafni Jakob Jónsson, kallaður Kobbi skalli,
einhleypur, hafði húsið á leigu yfir sumarið
og verslaði með ýmsan búðarvarning.
Margir litu inn til Jakobs og versluðu við
hann. Talið var að kviknað hefði í út frá
logandi eldspýtu við að kveikja í pípu. Jak-
8 Þessi ár kringum aldamótin voru uppgangstími í Borgarfirði, allir bœir í byggð í sveitinni og Víkum og þorpið á
Bakkagerði vaxandi. Ibúatalan losaði 1899fjórða hundraðið (403) og 1905 voru þeir 365. Þá bjuggu 141 íþorp-
inu (Bakka og Bakkagerði), 65 í Suðurvíkum og 159 í sveitinni og Njarðvík. Atvinnuvegir voru fyrst ogfremst land-
búnaður í sveitinni og sjósókn á Bakkagerði á árabátum. Fáeinir við verslunina. A.H.
107