Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 119
Erindi á verslunarafmæli
Súðin. Myndin er úr bókinni Ríkisskip 40 ára eftir Hilmar Snorrason.
böndum niður í bátinn og varð það að ger-
ast með lagni ög samtökum, bæði bryggju-
manna og bátsmanna, sérstaklega þegar
ekki var ládautt. Annar endi sigtóganna,
sem voru tvö, var festur í bryggjuna með
hæfilegu millibili, þannig að tunnuendar
slyppu ekki úr tógunum.
I þetta sinn voru þeir Björn á Stekk og
Sigurður í Merki utarlega á bryggjunni við
sigtógin. Bjöm á Stekk var jafnan bryggju-
maður og var einn af þeim fáu Bakkgerð-
mgum sem gátu fleytt sér. Hefur sennilega
lært sundtökin í Sundhöllinni í Leirgrófinni.
Bátur var við bryggjuna þegar ólag kom svo
snöggt og óvænt að bátsverjar, sem gættu
landfesta, urðu höndum seinni að gefa eftir
svo bryggjan lyftist og lenti á hliðina. Það
er af bátsmönnum að segja að þeir slepptu
hið snarasta landfestum og náðu að leggja
frá. Bryggjumönnum tókst að stökkva upp
í fjöru, nema Birni og Sigurði sem ystir
stóðu. Þeir hurfu í sjóinn og munu við-
staddir hafa haldið að þeirra dagar væru
taldir. En viti menn: Mannshöfði skaut
upp. Það var haus Bjöms á Stekk. Buslaði
Bjöm knálega og blés rnikinn en rniðaði þó
lítt til lands. Einhverjir óðu þá í snarheitum
út og náðu í hendur Bjöms og drógu hann
upp. Kom þá í ljós að fótur Bjöms var ekki
flæktur í bryggjutógi, eins og hann hafði
haldið, heldur hafði Sigurður í Merki náð
taki á annarri löpp hans og hékk á því hald-
reipi, þótt Bjöm buslaði með höndum og fótum.
Ekki hafði Bjöm neitt slæmt af volkinu,
117