Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 128

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 128
Múlaþing teigi af séra Stefáni Halldórssyni. í Sveitum og jörðum er Rósa sögð hafa verið ættuð af Héraði, fríð og fönguleg kona, en skortur er á nánari upplýsingum, og hennar er nánast ekki getið í Ættum Austfirðinga, né hún nefnd sem síðari kona Bjarna Rustikusson- ar, en fyrri kona hans var Arnbjörg Einars- dóttir þingeysk. Ekki verður ráðið af kirkjubók Hofteigs frá þessum tíma hvaðan Rósa kom í sókn- ina, og er hennar ekki getið meðal innkom- inna um þær mundir, og hefur presturinn sýnilega gleymt að innfæra hana, má þó merkilegt heita, þar sem víst er að ekki hef- ur hann látið sig vanta í veisluna góðu, en má vera að það sé einmitt þess vegna! Við húsvitjun árið eftir sýnist einnig sem ekki séu allir nafngreindir á Grund sem e.t.v. dvelja þar, því presturinn nefnir einungis - son og -dóttir, og sýnist ekki hafa vitað vel um nöfn þeirra, og ætlað að innfæra þau síðar. Árið 1884 er dóttir Rósu sem Guðný heitir, sögð Bjömsdóttir 11 ára nú allt í einu nafngreind í húsvitjunarbók, en ekki finnst hún þó innkomin í sóknina, og sýnist hafa verið sambandsleysi með prestinum og Grundarfólki einhverra hluta vegna, og kem ég að því síðar. Rósa Jósefsdóttir Rósa Jósefsdóttir var fædd á Hauksstöð- um í Vopnafirði hinn 19. júní 1837, og er mér hafði tekist að lesa mikið máða skrift séra Guttorms á Hofi, sem sagður er í heim- ildurn hafa verið dagfarsprúður maður, kom nokkum veginn þetta út: „Hórgetið barn bónda Jósefs Amgríms- sonar á Hauksstöðum og giftrar konu úr Þistilfirði - sem áður hefur átt barn fram hjá manninum - heitir maður hennar Árni - nú á Grjótnesi á Sléttu — hefur og tekið fram hjá henni“. Já ljótt er a’tarna, og er presturinn alls ekki að skafa utan af hlutunum, og er raunar fremur óvenjulegt að sjá svona skorinorða innfærslu í embættisbókum kirkjunnar, þó ekki hafi verið til siðs að hossa fólki fyrir hórdómsbrot á þessum tíma. Ef til vill hefur Jósef bóndi átt eitt- hvað óuppgert við prestinn, og er nærtækast að geta sér til að hann kunni að hafa skuld- að Hofskirkju afgjald eftir jörðina sem hann bjó á, því Hauksstaðir voru á þessum tíma og lengi síðan meðal fjórtán jarða sem kirkjan taldist eiga, og var brauðið hið ann- að tekjuhæsta á landinu. Hér má og skjóta inn í að þegar Jökuldalsheiðin fór að byggj- ast á ámnum eftir 1840 og landnemamir reyndu að fá stuðning og útmælingu landa samkvæmt reglugerð Nýbýlatilskipunarinn- ar frá 1776, fór þáverandi Hofsprestur af stað til að tryggja eignarrétt Hofskirkju yf- ir heiðalöndum þeim sem hann taldi að kirkjan ætti, en sýnist þó vera eðlilegra að a.m.k. hluti þess væri afréttur Jökuldæla, en kirkjan þurfti sitt, og landnemamir töpuðu málunum, og á hér vel við gamla máltækið: Seint fyllist sálin prestanna! Oft er óskilgetinna bama lítt getið í ætt- fræðilegum heimildum, og hefur ekki þótt vert að vera að flíka þeim mikið, og sýnast þau hafa verið nokkurs konar felubörn. Þá gripu mæðurnar stundum til þess ráðs að skíra barnið inn í föðurættina, og hefur ekki verið hægt að meina þeim það. Oft á tíðum sýnast þau hafa verið álitin „óskemmti- legri“ en önnur börn, og gilti einu um gjörvileik, og sum fengu einnig slæmt at- læti í uppvextinum sem þau bjuggu að alla ævi, þ.e. biðu tjón á sálu sinni. Geta má þess að téður Jósef var bróðir Ambjargar Amgrímsdóttur, en hún var amma Björg- vins Guðmundssonar tónskálds. Ekki hefur Hofsprestur fyrir því að nafn- greina móðurina, en hún dvaldi um þessar mundir, sem og árið áður á Hauksstöðum 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.