Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 129

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 129
Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþinghármönnum með son sinn Sigurð Ámason sem fæddur var í Sauðanessókn um 1827. Hún hét Sig- ríður Einarsdóttir f. um 1804 í Svalbarðs- sókn, en ekki finnst hún þar á manntali 1816, hefur þá e.t.v. verið í næstu sókn, Sauðanessókn, en þaðan er ekki til heillegt manntal um nærfellt tuttugu og sjö ára skeið, eða frá 1803 til 1829-30. Maður hennar áðurnefndur hét Ámi Ormarsson f. um 1801, og voru foreldrar hans Ormar Sigurðsson og Helga Árnadóttir búandi hjón á Eldjárnsstöðum á Langanesi 1802. Þau Ámi og Sigríður voru gift vinnuhjú á Sauðanesi er Sigurður sonur þeirra fæddist, en að öðru leyti skortir heimildir um búsetu þeirra. Sigríður hafði áður fengið nokkuð hlut- lausa eða jafnvel velviljaða urnsögn hjá Hofspresti 1836 er hann sagði að hún fengi „ekki slæmt orð“ og hún „kann ekki illa“. Má þetta raunar teljast furðu góð umsögn þrátt fyrir fyrra lausaleiksbrot og hjúskapar- vandræði sem honum hefur þó trúlega ver- ið kunnugt urn þá þegar. Einnig sýnist sem Sigríði Vigfúsdóttur húsfreyju, en hún var systir Ingibjargar húsfreyju á Hákonarstöð- urn, þær frá Ljótsstöðum, hafi raunar fund- ist hún vera furðugott hjú ef grannt væri skoðað, þrátt fyrir að hún hafi látið „faller- ast“ með bónda hennar, og einnig að hún þ.e. húsfreyjan hafi haft fullan skilning á að ekki gátu öll hjónabönd blessast, og hafi þess vegna ríkt sátt á heimilinu þrátt fyrir þetta. Víst er að mæðgumar voru ekki reknar burtu eftir fallið eins og mörg ljót dæmi eru um á fyrri tímum, og litla stúlkan Rósa óx þar með föður sínum meðan hans naut við, en hann lést á besta aldri, rúmlega fertugur, vorið 1844, hinn 5. maí. Við skipti eftir hann kemur í ljós að heimilið er vel bjargálna, en á þessum tíma sem og lengi síðan voru erfingjar einungis skilgetin börn hjóna, og þess vegna fékk Rósa ekki neinn arfahlut eins og hálfsyskinin hennar, en þrátt fyrir það voru þær báðar mæðgur kyrr- ar um sinn á Hauksstöðum og húsfreyjan giftist aftur Jóni Sigurðssyni frá Skálum. Rósa var svo alin upp hjá þeim til ferming- araldurs,- í hópi hálfsystkina sinna, og telur Hofsprestur að hún sé efnileg, og má jafn- vel ætla að hún hafi kannski ekki mikið goldið þess að hún var lausaleiksbam, nema ef vera skyldi útífrá (þ.e. lítilsvirðingin). Hún sýnist eitthvað hafa verið á Búastöð- um, því þar var hún er hún fermdist en eftir það fór hún í vistir í sveitinni, en kom þó heirn í Hauksstaði öðrum hvoru. Um tvítugsaldur var hún vinnustúlka á Mælifelli, en þar bjuggu þá í tvíbýli með konum sínum bræður hennar tveir, þeir Amgrímur og Vigfús Jósefssynir, en konur þeirra voru systumar Aðalborg og Sigur- borg Hjálmarsdætur frá Skógum. Vorið 1858 er hún skráð burtvikin úr sókninni, að Merki á Jökuldal, - til giftingar. Hauksstaðir (Haugsstaðir í sumum eldri heimildum) var kirkjujörð frá Hofi eins og fyrr segir, a.m.k. fram yfir 1854, en líklega frarn um 1870. Bærinn er þannig í sveit settur innst í Vesturárdal í nálægð fjallvega, að þar í grennd lá leið (Hóls)Fjöllunga sem versluðu við Vopnafjarðarverslun, til bæja í Vesturárdal, en þeirra leið lá um Haugsör- æfi og Dimmafjallgarð. Einnig var alfar- aleið af Efra-Jökuldal og úr Heiðinni til Vesturárdals um Brunahvamm, Skálamó, eftir að það býli komst í byggð, Desjamýri og að Hauksstöðum. Möðrudælingar fóru stundum þessa leið, og voru þessir bæir eins og vin þar sem gott var að leita skjóls ef veður og færð hamlaði för um langa leið. Desjamýri hafði byggst úr landi Hauks- staða, í Þverfellsdal um 1834, og á seinni hluta 19. aldar byggðist Skálamór sem síð- ar nefndist Arnarvatn, litlu innar á Þver- fellsdal, sem kalla má fremur lægð en dal á 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.