Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 130

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 130
Múlaþing þessum slóðum. Þar var búið fram yfir 1930. Þessi býli komu Heiðarbúum sem og öðrum Jökuldælum vel í haustferðum, og trúlega hefur stundum verið þröngt í rúmum ef fyrir kom að veður hamlaði för og nætur- gestir urðu margir, þó bær væri vel húsaður. Verið getur að með þeim hætti hafi orðið kynni þeirra Rósu og Jökuldælingsins sem hún ætlaði nú að giftast, þó hér síðar komi fram sögn um að það hafi orðið með öðrum hætti. Um þessar mundir bjó í Merki Oli Ei- ríksson með síðari konu sinni, Sigríði Ei- ríksdóttur frá Gilsárteigi. Hafði hún komið að Merki frá Ekkjufelli 1835, og þótti Sig- fúsi presti Finnssyni varlegra að taka fram er hún kom í sóknina að hún hafi áður átt eitt barn! Þá var Oli í Merki ekkjumaður, hafði árið áður misst konu sína Guðrúnu Pétursdóttur frá Hákonarstöðum. Þau Óli og Sigríður gengu svo í hjónaband þrem ár- um seinna hinn 23. september 1838. Nú um stundir var á vist í Merki Bjöm Bjarnason sem fæddur var að Asgeirsstöð- um í Eiðasókn 2. apríl 1825, en hann var einmitt bamið sem Sigfús prestur hafði minnst á er Sigríður frá Gilsárteigi kom í sóknina, og hafði hún átt hann er hún var vinnu- eða ráðskona á Asgeirsstöðum, með Bjarna Einarssyni bónda þar, en hann átti svo systur Sigríðar, Guðríði Eiríksdóttur frá Gilsárteigi, hinn 24. júlí 1831, og var hún síðari kona hans. Hin fyrri var Hólmfríður Finnsdóttir frá Skeggjastöðum; systir Sig- fúsar prests í Hofteigi, en þau slitu samvist- um, og þeirra börn lifðu eigi. Fór Hólm- fríður eftir það að Hofteigi til bróður síns, þar sem hún andaðist litlu síðar. Björn ólst að mestu upp á Asgeirsstöð- um hjá föður sínum og stjúpu til fermingar- aldurs, en síðar ef til vill eitthvað í Merki. Hann réðst vinnumaður að Merki 1852 til móður sinnar og manns hennar, og hafði verið hjá þeim hjónum síðan, og vafalaust farið í Vopnafjarðarferðir eins og Jökuldæl- ir gerðu á þessum tíma. Ekki er getið lýsinga með hjónaefnun- um, og ekki var beðið með hjónavígsluna eftir að brúðurin var komin, og hinn 25. júní 1858 voru þau Bjöm og Rósa samangefin í kirkjunni í Hofteigi, af prestinum séra Þor- grími Arnórssyni, hann sagður 33 ára, en hún 24 ára, og er hún sögð eldri en rétt er, en hún var aðeins 21 árs. Ekki höfðu hin ungu hjón fremur en mörg önnur um neitt annað að velja en vera um sinn áfram í vinnumennsku, og var sumarið sem í hönd fór kalt, og ís lá skammt undan landi, en varð þó lítt land- fastur, og mun heyskapur hafa orðið meiri en á horfðist, víðast hvar, ekki síst upp til dala. I septemberlok gerði stórhríðar sem stóðu dögum saman og varð mikið fjártjón í byggðum sem á heiðum, og lestarferðir gengu illa. Veturinn sem í hönd fór fékk nafnið Blóðvetur, eða Skurðarvetur, þ.e. menn hafa þurft að skera af heyjum vegna harðindanna. Þetta virðist vera æði algeng saga ef skyggnst er eftir veðurfari á öldinni sem leið. En Bjöm og Rósa sátu kyrr í Merki og er sennilegt að þau hafi unað þar hlut sínum eins og á stóð, og enda húsfreyj- an móðir Björns eins og áður er sagt. Haustið eftir, hinn 25. október 1859 fæddist þeim dóttir sem skírð var Sigríður, sem er móðumafn þeirra beggja. í Eiðaþinghá Faðir Bjöms, Bjarni á Asgeirsstöðum var nú kominn um sjötugt og bjó ásamt konu sinni og bömum á Asgeirsstöðum, og einnig bjuggu með honum dóttir hans og tengdasonur, þau Ragnheiður og Þorfinnur Sigfússon frá Hofteigi, en þau höfðu geng- ið í hjónaband það sama sumar sem Bjöm 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.