Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 136
Múlaþing
Frá Bjarna Rustikussyni
Um þær mundir bjó á Grund á Jökuldal
Bjarni hinn rammi Rustikusson (f. 1819),
og stafar viðumefni hans af því að er hann
var ungur maður í Vopnafirði var hann
kunnugur Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi,
sem „frægði hann í ljóði fyrir afl og at-
gervi“, - segir Halldór Stefánsson í Austur-
landi /. bindi, en ekki veit ég um það. Hef
þó raunar séð einhverjar vísur án þess að
vita gjörla hvort um er að ræða téðar vísur.
Víst er að Rósa hefur þekkt Bjama þar sem
þau voru nágrannar fyrrum daga er hann bjó
á ýmsum bæjum í Vopnafirði með konu
sinni Arnbjörgu Einarsdóttur, en hún var
þingeysk; hálfsystir Einars í Nesi í Höfða-
hverfi Asmundssonar, og var Bjarni seinni
maður hennar. Þess má og geta að þau bæði
Bjami og Rósa áttu sameiginlegan forföður,
voru bæði komin af Rustikusi Þorsteinssyni
frá Sleðbrjót, f. um 1684. (9492)
Þess má geta að tveir bróðursynir Bjarna
bjuggu í Heiðinni um þessar mundir, þeir
Bjöm í Armótaseli og Kristján í Víðihólum,
Sigurðssynir. Sonur Kristjáns, Pétur, varð
síðar bóndi á Hákonarstöðum. Einnig má
nefna Sigbjörn Sigurðsson í Minnesota,
sem kallaði sig Hofteig, en hann hafði eitt-
hvað alist upp í Hofteigi og tók síðan ást-
fóstri við staðinn. Sagt er í ættum að Bjarni
byggi á Breiðumýri, en stutt mun það hafa
verið, því þar var þéttsetinn bekkurinn. Þau
hjónin höfðu 1857 flutt frá Ásbrandsstöðum
að Halldórsstöðum í Köldukinn með tvö
börn sín, Hárek 10 ára og Guðrúnu 2 ára,
sem heitin var eftir ömmu sinni, móður
Bjama, en Hárekur eftir fyrsta landnáms-
manni Jökuldalsheiðarinnar sem sögur fara
af, en hann byggði á Háreksstöðum sam-
kvæmt Jökuldælu hinni fornu. Ekki virðist
þó að ferðin norður hafi skilað þeim vonum
sem hafa ef til vill verið bundnar við hana,
því komin eru þau hjónin aftur austur 1859,
að Víðidal á Fjöllum með Hárek son sinn,
en Guðrún litla er þá ekki með í för, hefur
trúlega dáið fyrir norðan. Þegar hér var
komið hafði verið ærið óstöðug búseta
þeirra og erfitt um fast jarðnæði. Það var
svo um 1864 að þau fengu ábúð á Víðihól-
um í Heiðinni. Hárekur var með foreldrum
sínum fram á unglingsár, en fór síðan í
vinnumennsku í sveitinni sem úrræði var
meðal ungra manna á þessum tíma. Hann
var vinnumaður í Möðrudal 1869 er yfir
skall aftaka norðanbylur hinn 12. dag okt-
óbermánaðar, og fóru menn þá að reyna að
bjarga fé undan veðrinu í hús, og urðu við
það úti tveir menn, þeir Jens Andrésson frá
Gestreiðarstöðum 17 ára og Hárekur
Bjarnason frá Víðihólum 22 ára. Sagt var
að Sigurður bóndi í Möðrudal hefði misst
90 fjár í veðri þessu. Mjög kvað Möðru-
dalsbóndi hafa verið sleginn yfir þessum at-
burðum, og leitaðist við á allan hátt að vera
Víðihólahjónum hjálplegur í raunum þeirra.
Sendu þau hjónin bréf til blaðsins Norðan-
fara til birtingar þá um veturinn þar sem þau
þökkuðu Möðrudalsbónda fyrir það sem
hann hafði gert fyrir þau í raunum þeirra.
Þar kemur fram að fyrmefndur Hárekur var
sá eini af sex bömum þeirra hjóna sem þau
áttu eftir héma megin, og skal það tekið
fram, þar sem í Ættum er sagt að Hárekur
hafi verið einbirni þeirra. Frá þessum at-
burði er skírt í Grímu 16. hefti, Akureyri
1941.
Ingibjörg Snjólfsdóttir (1691, 2400) hét
vinnukona, ættuð úr Skriðdal, sem lengi
hafði verið á Dalnum, og var hún ekkja er
hér var komið sögu. Hún mun hafa verið
um tíma á Víðihólum, og víst er að hún átti
bam um 1871, og kenndi það Bjarna bónda,
og var drengurinn látinn heita Hárekur, i
höfuð þess sem úti varð 1869. í stuttu máli
þá var hann alla ævi vinnumaður á Jökuldal
134