Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 139
Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþinghármönnum
dal, en 1876 að Mel í Heiðinni, þar sem þau
voru þar til þau fluttu að Hraunfelli 1884.
Sýnist sem þessi bróðir Rósu hafi að jafnaði
haft nokkurt samband við hana.
Bærinn Hraunfell er innsta býli í Hraun-
fellsdal á norðvesturbökkum Sunnudalsár,
sem rennur í fremur djúpu klettagili niður
undan bænum, bergvatnsá sem m.a. fær
fóður sitt úr heiðalöndunum norðan við
Sandfell, og er oft æði vatnsmikil, sérstak-
lega þó fyrri hluta sumars þegar heiðar eru
að renna. Fyrr hét allur dalurinn Sunnudal-
ur, og þar voru háð s.k. vorþing til forna, - á
þjóðveldistíma. A Hraunfelli hafði búið
fyrrum Arnbjörg Einarsdóttir með fyrri
manni sínum, Halldóri Björnssyni frá
Kollaleiru í Reyðarfirði, en hann lifði stutt,
og eftir dauða hans átti Ambjörg Bjama
Rustikusson.
Rósa og Guðný komu að Hraunfelli frá
Grund að hausti 1887, og fylgdi þeim vinnu-
maður þeirra á Grund; Arni Björn Ambjarn-
arson, en hann mun ættaður úr fjörðum
neðra, og hafði hann vetursetu með mæðg-
unum á Hraunfelli. Einnig kom þangað
þetta sama sumar eða um haustið Gunnar
Bjömsson, og sagður er hann koma frá
Seyðisfirði. Um sumarið höfðu allmargir
Vopnfirðingar farið vestur um haf. Trúlegt
er að um veturinn hafi mikið verið rætt um
Ameríkuferðir, og er ísinn kom á þorra 1888
hefur mönnum fundist að nú væri tími til
kominn að reyna að fara burt, ísinn yrði
kannski ekki eins þéttur fyrir vestan haf.
Um vorið stigu á skipsfjöl á Vopnafirði þær
mæðgur Rósa og Guðný sem sögð var 11
ára, með skipinu Copeland, - til Quibeck.
Þá kvaddi þær við skipshlið vinnumaðurinn
Arni Bjöm, og að því búnu hélt hann til Jök-
uldals á ný. Einhverra hluta vegna er Guð-
ný ekki rétt feðruð í útflutningsskýrslum, og
er hún sögð Björnsdóttir. Með þessu sama
skipi fór einnig fjöldi annarra Vopnfirðinga,
en flestir sýnast þó hafa haft Winnipeg sem
ákvörðunarstað. Gunnar Bjömsson sýnist
ekki vera í útflutningsskýrslum og veit ég
ekki hvað um hann varð.
Að þær mæðgur skyldu ekki koma fyrr
en að hausti að Hraunfelli er athyglisvert, og
hefur Rósa líklega verið að ganga frá ýms-
um málum í Jökuldalshreppi áður en hún
hyrfi á braut, og máske að hafi verið haldið
uppboð á eignum þeirra Bjarna, en uppboðs-
bók er ekki handbær. Trúlegt er að sonur
Bjama Hárekur hafi þá fengið einhvem arf
eftir föður sinn, og ef til vill hafi fengist far-
areyrir fyrir mæðgurnar vestur um haf.
Sigfús Jósefsson bjó á Hraunfelli eitt ár-
ið til, en þá um vorið, hinn 5. maí 1889
missti hann konu sína Vilborgu, og eftir það
fór hann í slóð sveitunga sinna vestur um
haf með dóttur sína Aðalbjörgu 17 ára, og
má vera að missir konunnar hafi orðið þess
valdandi að hann fór af landi burt. Hann fór
til Jósefs bróður síns í Minnesota, þ.e.
Minnesotanýlendunni, sem var kominn
vestur á undan honum. Sýnist sem þar hafi
verið samankomnir fjöldi Vopnfirðinga og
Jökuldælinga á þessum tíma, og nefna má
að Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstöð-
um var fyrsti íslenski landnámsmaðurinn í
Minnesota, en hann kom vestur með fjöl-
skyldu sína 1873 sem fyrr hefur komið fram.
Sigfús Jósefsson tók aldrei land, en
dvaldist með Arna syni sínum og fjölskyldu
hans, sem kom vestur 1893, frá Hraunfelli,
og settist að í Minnesota. Hygg ég að flest
- líklega öll börn Sigfúsar og Vilborgar hafi
farið vestur um haf, og er nú orðinn tjöldi
afkomenda þeirra vestur þar. Sigfús dó
1912. (Sjá Vestur-íslenskar œviskrár III.
bindi bls. 195-201).
Ekki hefur mér enn tekist að fá vitneskju
um þær Rósu og Guðnýju, hvernig þeim
reiddi af, og sýnist þeirra lítt vera getið í
Vestur-íslenskum æviskrám.
137