Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 139

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 139
Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþinghármönnum dal, en 1876 að Mel í Heiðinni, þar sem þau voru þar til þau fluttu að Hraunfelli 1884. Sýnist sem þessi bróðir Rósu hafi að jafnaði haft nokkurt samband við hana. Bærinn Hraunfell er innsta býli í Hraun- fellsdal á norðvesturbökkum Sunnudalsár, sem rennur í fremur djúpu klettagili niður undan bænum, bergvatnsá sem m.a. fær fóður sitt úr heiðalöndunum norðan við Sandfell, og er oft æði vatnsmikil, sérstak- lega þó fyrri hluta sumars þegar heiðar eru að renna. Fyrr hét allur dalurinn Sunnudal- ur, og þar voru háð s.k. vorþing til forna, - á þjóðveldistíma. A Hraunfelli hafði búið fyrrum Arnbjörg Einarsdóttir með fyrri manni sínum, Halldóri Björnssyni frá Kollaleiru í Reyðarfirði, en hann lifði stutt, og eftir dauða hans átti Ambjörg Bjama Rustikusson. Rósa og Guðný komu að Hraunfelli frá Grund að hausti 1887, og fylgdi þeim vinnu- maður þeirra á Grund; Arni Björn Ambjarn- arson, en hann mun ættaður úr fjörðum neðra, og hafði hann vetursetu með mæðg- unum á Hraunfelli. Einnig kom þangað þetta sama sumar eða um haustið Gunnar Bjömsson, og sagður er hann koma frá Seyðisfirði. Um sumarið höfðu allmargir Vopnfirðingar farið vestur um haf. Trúlegt er að um veturinn hafi mikið verið rætt um Ameríkuferðir, og er ísinn kom á þorra 1888 hefur mönnum fundist að nú væri tími til kominn að reyna að fara burt, ísinn yrði kannski ekki eins þéttur fyrir vestan haf. Um vorið stigu á skipsfjöl á Vopnafirði þær mæðgur Rósa og Guðný sem sögð var 11 ára, með skipinu Copeland, - til Quibeck. Þá kvaddi þær við skipshlið vinnumaðurinn Arni Bjöm, og að því búnu hélt hann til Jök- uldals á ný. Einhverra hluta vegna er Guð- ný ekki rétt feðruð í útflutningsskýrslum, og er hún sögð Björnsdóttir. Með þessu sama skipi fór einnig fjöldi annarra Vopnfirðinga, en flestir sýnast þó hafa haft Winnipeg sem ákvörðunarstað. Gunnar Bjömsson sýnist ekki vera í útflutningsskýrslum og veit ég ekki hvað um hann varð. Að þær mæðgur skyldu ekki koma fyrr en að hausti að Hraunfelli er athyglisvert, og hefur Rósa líklega verið að ganga frá ýms- um málum í Jökuldalshreppi áður en hún hyrfi á braut, og máske að hafi verið haldið uppboð á eignum þeirra Bjarna, en uppboðs- bók er ekki handbær. Trúlegt er að sonur Bjama Hárekur hafi þá fengið einhvem arf eftir föður sinn, og ef til vill hafi fengist far- areyrir fyrir mæðgurnar vestur um haf. Sigfús Jósefsson bjó á Hraunfelli eitt ár- ið til, en þá um vorið, hinn 5. maí 1889 missti hann konu sína Vilborgu, og eftir það fór hann í slóð sveitunga sinna vestur um haf með dóttur sína Aðalbjörgu 17 ára, og má vera að missir konunnar hafi orðið þess valdandi að hann fór af landi burt. Hann fór til Jósefs bróður síns í Minnesota, þ.e. Minnesotanýlendunni, sem var kominn vestur á undan honum. Sýnist sem þar hafi verið samankomnir fjöldi Vopnfirðinga og Jökuldælinga á þessum tíma, og nefna má að Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstöð- um var fyrsti íslenski landnámsmaðurinn í Minnesota, en hann kom vestur með fjöl- skyldu sína 1873 sem fyrr hefur komið fram. Sigfús Jósefsson tók aldrei land, en dvaldist með Arna syni sínum og fjölskyldu hans, sem kom vestur 1893, frá Hraunfelli, og settist að í Minnesota. Hygg ég að flest - líklega öll börn Sigfúsar og Vilborgar hafi farið vestur um haf, og er nú orðinn tjöldi afkomenda þeirra vestur þar. Sigfús dó 1912. (Sjá Vestur-íslenskar œviskrár III. bindi bls. 195-201). Ekki hefur mér enn tekist að fá vitneskju um þær Rósu og Guðnýju, hvernig þeim reiddi af, og sýnist þeirra lítt vera getið í Vestur-íslenskum æviskrám. 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.