Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 159

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 159
Ritfregnir Ef „Folavatnslón" kemur til framkvæmda, fara um 7 ferkm lands undir vatn, og þar af eru 5,2 ferkm algróið land, og bætist það við 40-50 ferkm lón á Eyjabakkasvæðinu, sem er algróið að meira en helmingi. Búkolla hin nýja Síðla sumars kom út bókin: Búkolla, V. bindi Sveita og jarða í Múlaþingi. Sveita- hreppar í Múlasýslum frá Langanesi að Lónsheiði. Útgefandi er Búnaðarsamband Austurlands, 1995. Þetta er risastór bók, rúmar 700 blaðsíður. Allir bæir í Múlasýslum, sem voru í byggð árið 1993 hafa fengið sérstaka síðu í bókinni, með litmynd af bænum (oftast íbúðarhúsi) og þáverandi ábúendum. Auk þess er stutt lýsing á húsum og jörð, og greint frá breytingum á búskap jarðarinnar síðan 1973. Bústofn og vélaeign er oftast tilgreind líka. Jörðunum er raðað eftir hreppum, norðan frá og suður eftir. I upphafi hvers hreppskafla er stutt lýsing á hreppnum, oftast ein síða, ásamt „táknrænni“ litmynd og litprentuðu korti, þar sem merktir eru allir bæir í hreppnum og helstu kennileiti. I lok kaflans er svo skrá yf- ir býli sem fóru í eyði 1974-1993, þar sem oftast er stutt jarðarlýsing og getið ábúenda á þessu tímabili. Aftan við hana er upptalning á býlunr sem eyddust á tímabilinu 1901-1993, og loks er tafla yfir búnaðarástand 1980 og 1990, þ.e. gripafjölda, túnstærð, heyafla o.fl. I bókarlok er svo rakin búnaðarsaga þessa svæðis á tíu ára tímabili, 1973-1994, í frem- ur stuttu máli (25 síður), og loks er nafnaskrá ábúenda og íbúa. Af þessu yfirliti er ljóst, að hér er um mikið magn upplýsinga að ræða, og er ekki að efa að mörgum mun þykja þessi nýja Búkolla hnýsileg og forvitnileg ekki síður en sú gamla, þó ekki sé til annars en að skoða myndir af bæjum og fólki sem menn þekkja eða þekkja ekki. Eins og við er að búast hefur Búkolla þessi verið lengi í vinnslu. Það var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Brúarási, í júní 1992, sem ákveðið var að ráðast í gerð hennar. Skip- uð var þriggja manna ritnefnd, þannig skipuð: Ármann Halldórsson rithöfundur, Egilsstöð- um; Sigmar Magnússon bóndi, Dölum, Fáskrúðsfirði, og Þorsteinn Bergsson ráðunautur, Egilsstöðum. Fram kemur að tveir fyrstnefndu hafi samið flestar bæjalýsingar, en að öðru leyti hefur Þorsteinn borið liita og þunga af þessu starfi, ásamt öðrum starfsmönnum Bún- aðarsambandsins. Sveitalýsingar hafa ýmsir heimamenn samið, ásamt ritnefndarmönnum. Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndari á Egilsstöðum tók flestallar myndir í bókinni. Tölvuvinnsla fór fram á skrifstofu Búnaðarsambandsins. Umbrot, litgreiningu mynda og prentun annaðist Héraðsprent h.f. á Egilsstöðum. Bókband var unnið af fyrirtækinu Flatey í Reykjavík, og var það eina sem leita þurfti út fyrir Múlaþing. Búkolla hin nýja er því sannarlega austfirskt rit frá toppi til táar, og ber að fagna því, ekki síst vegna þess að allt handbragð og frágangur bókarinnar er með ágætum. Bæjamynd- irnar eru yfirleitt glöggar og góðar, enda allflestar teknar í góðu veðri að sumarlagi. Hins vegar er mjög mismunandi, hversu mikið þær sýna af bæjarhúsum, og langoftast er það íbúðarhúsið eitt, sem auðvitað er lítið lýsandi fyrir búskap á jörðinni. 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.