Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 160

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 160
Múlaþing Mannamyndir era yfirleitt teknar á ljósmyndastofu Sigurðar Mars, og era því að mín- um dómi óþarflega mikið „staðlaðar“. Víða vantar þó myndir af ábúendum, og spillir það uppsetningu bókarinnar. Það virðist nokkuð mismunandi eftir sveitum, t.d. hafa Tungu- menn sýnilega haft lítinn áhuga fyrir því að láta mynda sig, en í grannsveitinni Jökulsár- hlíð eru myndir af öllum ábúendum. Raunar finnst mér að myndir af ábúendum hefðu allt eins mátt vera svarthvítar, sem hefði sparað útgefendum mikinn kostnað, því að breytileiki í litarafti Austfirðinga er ekki mikill, og almennt hafa mannamyndimar prentast óþarflega rauðar. Annars er litprentun í bókinn yfirleitt góð og lýtalaus, sem og önnur prentun. Er ljóst að Héraðsprent er nú kom- ið í tölu þeirra prentsmiðja sem skila hvað vandaðastri vinnu hérlendis. Þar sem tvíbýli er á jörðum eru sömu bæjarmyndimar endurteknar, jafnvel á sömu opn- unni, sem verður að teljast nokkur „ofrausn", og ekki hefur nýja bókin bætt um fyrir Hof- verjum á Héraði, því að gleymst hefur að setja mynd af Neðra-Hofi, en myndin af Efra- Hofi er tvítekin (I gömlu bókinni var myndum bæjanna víxlað og önnur var spegilmynd). Mikill fengur er að hreppakortunum í bókinni. Þau eru glögg og skýr, og eftir þeim er auðvelt að átta sig á bæjaröðinni, jafnvel fyrir ókunnuga. Hins vegar hefði gjaman mátt setja nafn sveitar eða hrepps, sem yfirskrift, öðru megin á opnuna, svo menn gætu strax séð hvaða hrepp þeir hitta á þegar þeir opna bókina. Um texta bókarinnar almennt er erfitt að dæma að svo stöddu, en ýmsir viðmælendur mínir hafa haft sitthvað við hann að athuga og spauga með. Ljóst er að þeim sem sömdu hinar stuttu jarðalýsingar hefur oft verið mikill vandi á höndum. Líklega hafa þeir oftast gert eins konar útdrátt úr jarðalýsingum „gömlu Búkollu“. Er sýnilegt að stundum hefur hending ráðið vali, og eru gamlar missagnir þar ekki undan skildar, og jafnvel hafa nýjar villur smokrað sér inn í textann hér og þar. Hér skulu nefnd nokkur dæmi úr Fljótsdal og Fellum, því að þar þekki ég best til: I sveitarlýsingu Armanns er gert fremur lítið úr skógum í Fljótsdal, og þeir sagðir vera „að mestu uppkroppaðir fyrir löngu“. Þetta eru hin mestu öfugmæli. Fljótsdalur er ennþá ein skógríkasta sveit á Austurlandi. Þar eru 6 svæði vaxin upprunalegum birkiskógi, og eru nokkrir þessara skóga í tölu hinna beinvöxnustu og hávöxnustu í landinu. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Sögu-Guðmundur (Magnússon) verið fluttur frá Bessastaðagerði (þar sem hann bjó) í Mela, og sagður „frægastur Melabænda á fyrri tíð“. Hefði honum líklega þótt það vera góð lygasaga. Gamli vegurinn frá Bessastöðum norður yfir heiðina heitir Bessastaðavegur, en ekki Bessagötur. Um „Eyrarselsmóra“ mun hvergi vera getið nema í lýsingu Egilsstaða í þess- ari bók. A Hóli er landamerkjum ruglað. Ranaskógur er ekki í landi Hrafnkelsstaða, held- ur nýbýlisins Vallholts. A bls. 262 er getið um „Kiðufell (áður Suðurfell)“. Þetta fjall er nú alltaf kallað Suðurfell eða Fell, og hefur líklega aldrei heitið annað. (Þess má geta, að undirritaður fékk ljósrit af lýsingunr Fljótsdalsjarða meðan bókin var í vinnslu og leið- rétti þessar missagnir, en þær leiðréttingar hafa ekki skilað sér). Það er mjög undir hælinn lagt í jarðalýsingum þessarar nýju Búkollu, hvort nefndir eru helstu sögustaðir eða minjar, sem hefði þó verið eðlilegt og sjálfsagt. Til dæmis er hvorki getið um Freysnes (meintan þingstað) eða álagablettinn við Huldukonuklett í lýs- 158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.