Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 164
Múlaþing
B. Bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur:
Bókakaup urðu ekki mikil á árinu, þótt lítillega væri farið fram úr áætlun. Drjúgri fjárhæð var varið
til að kaupa gömul austfirsk blöð, er safnvörður fékk spurnir af að til sölu væru í Reykjavrk, og jafnframt
að sum hver væru hin síðustu er fáanleg væru.
Nokkur skulu hér nefnd:
1. Austurland, gefið út á Seyðisfirði 1920-1922. Vantar eitt tölublað.
2. Austanfari, gefið út á Seyðisf. 1922-1923. Vantar töluvert í eintakið.
3. Austfirðingur, gefinn út á Seyðisf. 1930-1933. Vantar eitt tölublað.
4. Austurland, gefið út á Eskifirði 1907. Vantar eitt tölubl., annað gallað.
5. Dagfari, gefinn út á Eskifirði 1906.
6. Bœjarpósturinn, gefinn út á Seyðisf. 1924-1927. Oheill.
7. Seyðfirðingur, gefinn út á Seyðisf. 1936-1940. Óheill
8. Austri, gefinn út á Seyðisfirði 1931. Vantar þrjú tölublöð.
9. Jafnaðarmaðurinn, 1.-9. árg. Norðf. 1926-1934. Að mestu prentaður á Seyðisf.
Vantar tvö blöð.
Flest eða öll þessara blaða má auðveldlega heilda með Ijósritun og litlum kostnaði.
10. Tímaritið Frœkorn, 1.-14. árg. Fjórar bækur í góðu bandi. Ritið gefið út á Seyðis-
firði og í Reykjavík 1900-1913.
Safninu berst á ári hverju mikið af bókum, bæklingum og blöðum, sem athuga þarf hvort það á, eða
fylla megi úr inn í ritraðir. Ymislegt af þessu hefur ekki enn verið fullkannað. Á þessu ári fékk safnið
fjölda kassa af blöðum og tímaritum frá séra Þorleifi Kristmundssyni á Kolfreyjustað. Kom þar úr margt
sem safnið átti ekki áður. Það sem safnið átti fyrir var því frjálst að ráðstafa. Þá fékk safnið margt af
bókum og tímaritum úr Db. Sveins Einarssonar frá Hrjót að tilhlutan sonar hans, Þórarins ráðunautar á
Hólum í Barðastrandarsýslu. Bæði þessi söfn hafa verið athuguð, aukaeintökum úr safni séra Þorleifs ráð-
stafað en afganginum af safni Sveins skilað til erfingja hans.
Margt fær safnið hér að auki án endurgjalds, s.s. Austurlandsblöðin: Austra, Austurland, Eystrahorn,
Gálgás, byggðaritið Múlaþing, ársskýrslur félaga og stofnana s.s. Kaupfélags Héraðsbúa, Heilsugæslu-
stöðvar á Egilsstöðum, Búnaðarsambands Austurlands, Snœfell, U.I.A.fréttir o.fl.
Annað (Svo nokkuð sé talið):
Alþingi:
Búnaðarbanki íslands:
Alþingistíðindi.
Arsskýrslur.
BSRB:
BSRB-tíðindi.
Búnaðarritið.
Hafrannsóknir og fjölrit stofnunarinnar.
Hagskýrslur, Hagtíðindi.
Samnefnt rit.
Rit og rannsóknarskýrslur varðandi Austurland.
Búvísindi.
Búnaðarfélag íslands:
Hafrannsóknarstofnun:
Hagstofa Islands:
Landsbjörg:
Orkustofnun:
Rannsóknarst. landbún.:
Rauðikross Islands:
Seðlabanki íslands:
RKÍ-fréttir o.fl.
Arsskýrslur, Fjármálatíðindi.